Tryggvi Hübner heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018
Gítarleikarinn Tryggvi Hübner var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 2018. Tryggvi hefur um árabil verið ein af burðarstoðunum í íslenskri blústónlist og leiðandi í íslensku tónlistarlífi bæði sem eftirsóttur gítarleikari og virtur gítarkennari. Tryggvi hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskóla Kópavogs árið 1963, þá 6 ára en árið 1969 hóf hann…