Tríó Ólafs Stephensen – Efni á plötum

Tríó Ólafs Stephensen – Píanó, bassi og tromma Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SCD 139 Ár: 1994 1. I’m an old cowhand from the Rio Grande 2. Tiny’s blues 3. Exactly like you 4. Ólastef 5. You’re too beautiful 6. Makin’ Whoopie 7. Jólasveinninn kemur í kvöld 8. I hear music 9. I’m thru’ with love 10. Everything happens to…

Tríó Ólafs Stephensen (1989-2005)

Píanóleikarinn Ólafur Stephensen rak um árabil djasstríó en auk hans voru í því Guðmundur R. Einarsson trommuleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. Tríóið var sett á laggirnar í lok níunda áratugarins og naut strax nokkurra vinsælda sem jukust síðan jafnt og þétt. Þeir félagar höfðu yfrið nóg að gera og fengu jafnvel verkefni erlendis, fyrst…

Tríó Péturs Grétarssonar (1992 / 1995)

Pétur Grétarsson slagverksleikari hefur stöku sinnum haldið úti djasstríói, m.a. 1992 og 1995. Fyrra árið voru þeir Þórður Högnason bassaleikari og Hilmar Jensson gítarleikari með honum en ekki liggja fyrir upplýsingar hverjir skipuðu tríóið 1995.

Tríó Rabba Sveins (1961 / 1991-97)

Rafn Sveinsson (Rabbi Sveins) trommuleikari á Akureyri lék með fjöldanum öllum af hljómsveitum nyrðra og starfrækti einnig eigin sveit, Tríó Rabba Sveins. Rafn var með hljómsveit árið 1961 sem auglýst var sem Tríó Rabba Sveins en engar upplýsingar finnast um aðra meðlimi þeirrar sveitar frekar en tríóið sem hann starfrækti á árunum 1991 til 97.…

Tríó Péturs Östlund (1996 / 1998)

Trommuleikarinn Pétur Östlund hefur mestmegnis alið manninn í Svíþjóð en hefur komið endrum og eins komið sem gestur á djasshátíðum hér á landi. 1996 kom hann og lék ásamt tríói á Rúrek djasshátíðinni en með honum í því voru þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Þórður Högnason bassaleikari. 1998 kom hann aftur hingað til lands með…

Tríó Sverris Garðarssonar (1968-73)

Tríó Sverris Garðarssonar var húshljómsveit á Hótel Loftleiðum á árunum 1968 til 73. Sverrir Garðarsson trommuleikari var hljómsveitarstjóri en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með honum, þó er ljóst að Ragnar Páll Einarsson gítarleikari var að minnsta kosti hluta starfstíma sveitarinnar í henni. Frekari upplýsingar um mannaskipan Tríós Sverris Garðarssonar eru vel þegnar.

Tríó Steinþórs Steingrímssonar (1953 / 1971-72)

Steinþór Steingrímsson píanóleikari var tvívegis með tríó á sinni könnu. Vorið 1953 lék tríó undir hans stjórn með breska trompetleikaranum Leslie Hutchinson sem hélt hér tónleika en auk Steinþórs voru Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Pétur Urbancic bassaleikari í tríóinu. Steinþór mun einnig hafa starfrækt tríó veturinn 1971-72 en það skipuðu þeir áðurnefndur Guðmundur trommari, Árni…

Tríó Steingríms Guðmundssonar (1987)

Trommuleikarinn Steingrímur Guðmundsson setti á fót djasstríó haustið 1987 til að leika á tónleikum Jazzvakningar. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með Steingrími og óskast upplýsingar þ.a.l. sendar Glatkistunni.

Trió ´72 (1972-93)

Tríó ´72 starfaði í um tvo áratugi undir styrkri stjórn Bjarna Sigurðssonar harmonikkuleikara frá Geysi en það gekk einnig undir nöfnunum Tríó ´87, Tríó ´88 og Tríó ´92 eftir auglýsingum hvers tíma fyrir sig að dæma. Bjarni Sigurðsson stofnaði sveitina 1972 og lék sjálfur á harmonikku og bassa en með honum í byrjun voru Grétar…

Tríó Reynis Sigurðssonar – Efni á plötum

Tríó Reynis Sigurðssonar: TRES – Sigfús Halldórsson Útgefandi: REStón Útgáfunúmer: REStón 001 Ár: 2007 1. Litla flugan 2. Tondeleyó 3. Austurstræti 4. Hvers vegna 5. Ég vildi að ung ég væri rós 6. Við eigum samleið 7. Amor og asninn 8. Dagný 9. Sommerens sidste blomster 10. Í dag 11. Íslenskt ástarljóð 12. Vegir liggja…

Tríó Reynis Sigurðssonar (1960-2014)

Reynir Sigurðsson víbrafónleikari starfrækti fjöldann allan af tríóum allt frá 1960 og fram á annan áratug næstu aldar. Fyrsta tríó Reynis var húshljómsveit í Silfurtunglinu árið 1960, ásamt honum skipuðu Gunnar Guðjónsson gítarleikari og Jón Möller píanóleikari það. Veturinn 1966-67 var Reynir með tríó í Leikhúskjallaranum en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu…

Tríó Sævars Ben (1985)

Tríó Sævars Ben starfaði um skamman tíma haustið 1985 á Fljótsdalshéraði. Meðlimir tríósins voru Ragnar Þorsteinsson trommuleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Sævar Benediktsson bassa- og gítarleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar.

Afmælisbörn 28. mars 2018

Tvö afmælisbörn koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jón frá Ljárskógum (Jón Jónsson) söngvari og ljóðskáld hefði átt afmæli en hann fæddist á þessum degi árið 1914. Jón er þekktastur fyrir framlag sitt með MA-kvartettnum sem hann söng með um árabil og naut mikilla vinsælda fyrir, kvartettinn gaf út fjöldann allan af plötum sem…