Tríó Péturs Östlund (1996 / 1998)

Trommuleikarinn Pétur Östlund hefur mestmegnis alið manninn í Svíþjóð en hefur komið endrum og eins komið sem gestur á djasshátíðum hér á landi. 1996 kom hann og lék ásamt tríói á Rúrek djasshátíðinni en með honum í því voru þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Þórður Högnason bassaleikari.

1998 kom hann aftur hingað til lands með tvo Svía með sér, þá Clas Croona píanleikara og Hans Backenroth bassaleikarar og héldu þeir m.a. tónleika á Austfjörðum.