Tríó Sverris Garðarssonar (1968-73)

Tríó Sverris Garðarssonar var húshljómsveit á Hótel Loftleiðum á árunum 1968 til 73.

Sverrir Garðarsson trommuleikari var hljómsveitarstjóri en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með honum, þó er ljóst að Ragnar Páll Einarsson gítarleikari var að minnsta kosti hluta starfstíma sveitarinnar í henni.

Frekari upplýsingar um mannaskipan Tríós Sverris Garðarssonar eru vel þegnar.