Afmælisbörn 22. febrúar 2022

Fjölmörg afmælisbörn eru skráð á þessum degi hjá Glatkistunni: Davíð Þór Hlinason gítarleikari er fimmtíu og tveggja ára í dag en hann hefur birst í hinum ýmsu hljómsveitum allt frá því að hann var í Sérsveitinni árið 1989. Aðrar sveitir sem Davíð hefur verið í eru t.d. Dos Pilas, Buttercup og nú síðast Nykur þar…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2021

Um áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast tónlistarfólks sem féll frá á árinu 2021, Glatkistan hefur tekið saman lista fjórtán tónlistarkvenna og -manna sem létust á árinu en þau komu að íslenskri tónlistarsögu með mismiklum og ólíkum hætti. Fjóla Karlsdóttir (1936-2021) – dægurlagasöngkona             Gerður Benediktsdóttir…

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1962-65)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta sjöunda áratugarins en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram haustið 1962 á Röðli og þar átti hún eftir að spila næstu árin, hún kom þá einnig eitthvað fram á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum, auk þess sem sveitin lék eitt…

Tríó Sverris Garðarssonar (1968-73)

Tríó Sverris Garðarssonar var húshljómsveit á Hótel Loftleiðum á árunum 1968 til 73. Sverrir Garðarsson trommuleikari var hljómsveitarstjóri en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu tríóið með honum, þó er ljóst að Ragnar Páll Einarsson gítarleikari var að minnsta kosti hluta starfstíma sveitarinnar í henni. Frekari upplýsingar um mannaskipan Tríós Sverris Garðarssonar eru vel þegnar.