Tríó Árna Elfar (1952-53)

Tríó Árna Elfar var sett saman sérstaklega fyrir tónleika með saxófónleikaranum Ronnie Scott sem haldnir voru í Gamla bíói 1952. Tríóið hélt reyndar áfram störfum eftir tónleikana og lék spilaði einnig með píanóleikaranum Cab Kaye ári síðar.

Meðlimir tríósins voru Jón Sigurðsson bassaleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Árni Elfar sem lék á píanó.