Afmælisbörn 17. júlí 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

The Icelandic all star (1955)

Nafnlaus hljómsveit sem síðar hlaut nafnið The Icelandic all star var sett saman fyrir jam session í Breiðfirðingabúð snemma árs 1955 en sveitina skipuðu þeir Gunnar Ormslev saxófónleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Kristján Magnússon píanóleikari, Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari og Bob Grauso trommuleikari. Sá síðast taldi var Bandaríkjamaður sem dvaldi um tíma á Keflavíkurflugvelli og að…

Sigurbjörn Ingþórsson (1934-86)

Sigurbjörn Ingþórsson var meðal fremstu bassaleikara Íslands um langt árabil, lék bæði með danshljómsveitum og Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig inn á nokkrar plötur. Hann lést aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Sigurbjörn eða Bjössi bassi eins og hann var iðulega nefndur, fæddist í Reykjavík sumarið 1934 en ólst upp á Selfossi. Þar komst hann í tæri…

Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Tríó Kristjáns Magnússonar (1952-92)

Tríó Kristjáns Magnússonar píanóleikara var til í margs konar útfærslum, frá árinu 1952 og allt til ársins 1992 eða í um fjóra áratugi. Eins og gefur að skilja starfaði tríóið með hléum og með mismunandi meðlimaskipan. Fyrst er tríós Kristjáns getið í fjölmiðlum 1952 en það ár lék það á djasshátíð, m.a. með saxófónleikaranum Ronnie…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Hljómsveit Svavars Gests (1950-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð 1950 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni Ísleifsson…