F/8 – Efni á plötum

F/8 – Bölvun fylgi þeim [ep] Útgefandi: Erðanúmúsík Útgáfunúmer: E-31 Ár: 2018 1. Útjaskaðir nemendur 2. Bókassa 3. Bölvun fylgi þeim 4. Kennari Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Tríó Kristjáns Magnússonar (1952-92)

Tríó Kristjáns Magnússonar píanóleikara var til í margs konar útfærslum, frá árinu 1952 og allt til ársins 1992 eða í um fjóra áratugi. Eins og gefur að skilja starfaði tríóið með hléum og með mismunandi meðlimaskipan. Fyrst er tríós Kristjáns getið í fjölmiðlum 1952 en það ár lék það á djasshátíð, m.a. með saxófónleikaranum Ronnie…

Tríó Óla (1960-70)

Tríó Óla starfaði á Fljótsdalshéraði allan sjöunda áratug síðustu aldar og líklega eitthvað fram á þann áttunda þótt ekki finnist nákvæmar upplýsingar um það, tríóið skartaði fyrstu hljómsveitarsöngkonu Austfjarða. Tríó Óla mun hafa verið stofnað 1960 og voru meðlimir þess í upphafi Óli Kjerúlf harmonikkuleikari sem var hljómsveitarstjóri, Hrafnkell Björgvinsson trommuleikari og Methúsalem Kjerúlf gítarleikari.…

Tríó Oddnýjar (1986-87)

Tríó Oddnýjar mun hafa verið skammlíf sveit, starfandi veturinn 1986-87. Meðlimir þessarar sveitar voru Oddný Sturludóttir (sem þá hefur verið á ellefta ári) og bróðir hennar Snorri Sturluson, þriðji meðlimur sveitarinnar var kallaður Dalli en ekki liggur fyrir hvert nafn hans var, né hver hljóðfæraskipan þremenninganna var.

Tríó Nausts (1963-80)

Veitingahúsið Naustið við Vesturgötu bauð lengi vel upp á lifandi tónlist fyrir gesti sína og á árunum 1957-62 hafði Naust-tríóið annast þann tónlistarflutning. Frá 1963 og allt til ársins 1980 var hins vegar Tríó Nausts auglýst í blöðum samtímans sem hljómsveit hússins. Upplýsingar um þá sveit eru afar takmarkaðar svo vægt sé til orða tekið…

Tríó Magnúsar Einarssonar (1960)

Allar tiltækar upplýsingar óskast um Tríó Magnúsar Einarssonar sem starfaði árið 1960, að öllum líkindum á Egilsstöðum eða á Héraði, hverjir skipuðu tríóið með honum og hversu lengi það starfaði.

Tríó Magnúsar Péturssonar – Efni á plötum

Leikbræður [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 113 Ár: 1954 1. Borgin við sæinn 2. Fiskimannaljóð frá Capri Flytjendur: Leikbræður: – Gunnar Einarsson – söngur – Ástvaldur Magnússon – söngur – Torfi Magnússon – söngur  – Friðjón Þórðarson – söngur Tríó Magnúsar Péturssonar: – Magnús Pétursson – píanó – Eyþór Þorláksson – gítar –…

Tríó Magnúsar Péturssonar (1954 / 1960-66)

Saga Tríós Magnúsar Péturssonar píanóleikara er nokkuð óljós en svo virðist sem um að minnsta kosti tvær, ef ekki þrjár sveitir sé um að ræða. Tríóið kemst fyrst á blað 1954 en þá leikur það undir söng Leikbræðra á 78 snúninga plötu sem Tónika gaf út. Með Magnúsi voru Eyþór Þorláksson gítarleikari og Erwin Koeppen…

Tríó Ólafs Gauks – Efni á plötum

Adda Örnólfs og Ólafur Briem [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 101 Ár: 1954 1. Indæl er æskutíð 2. Íslenzkt ástarljóð Flytjendur: Adda Örnólfs – söngur Ólafur Briem – söngur tríó Ólafs Gauks: – Ólafur Gaukur Þórhallsson – [?] – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Öskubuskur [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: P 103…

Tríó Ólafs Gauks (1948-56 / 2000-01)

Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum á sínum tíma og voru þar á meðal tríó en fyrsta hljómsveit Ólafs var einmitt tríó. Ólafur Gaukur var aðeins átján ára þegar hann stofnaði tríó í eigin nafni árið 1948, ásamt honum voru í tríóinu Kristján Magnússon píanóleikari og Hallur Símonarson bassaleikari en jafnframt söng…

Tríó Óla Stolz (1992-)

Kontrabassaleikarinn Ólafur Stolzenwald hefur í gegnum tíðina starfrækt djasstríó í ýmsum myndum, elstu heimildir um slíkt tríó eru frá árinu 1992. Ýmsir hljóðfæraleikarar hafa leikið með Ólafi í þessum tríóum og hefur algengasta form þeirra verið bassi, tromma og píanó en einnig aðrar útfærslur s.s. bassi, píanó og trompet eða jafnvel bassi, gítar og trompet.…

Tríó Óla Skans (1997)

Tríó Óla Skans er langt frá því að vera með þekktustu rappsveitum íslenskrar tónlistarsögu en hún skipar þar þó nokkurn sess þar eð hún var að öllum líkindum fyrst sinnar tegundar til að rappa einvörðungu á íslensku. Tríó Óla Skans var líklega stofnuð sérstaklega til að taka þátt í Músíktilraunum Tónabæjar en þar birtist hún…

Tríó Ólafs Péturssonar (1953)

Allar upplýsingar um Tríó Ólafs Péturssonar, sem starfaði árið 1953, væru vel þegnar. Kunnugt er að José Riba (1907-95) tók upp íslenska nafnið Ólafur Pétursson en það var ekki fyrr en 1956, svo ekki er víst að um sama mann sé að ræða.

Tríó Ólafs ósýnilega (1994)

Tríó Ólafs ósýnilega var dúett þrátt fyrir nafnið en meðlimir þess voru Jón Ingólfur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Kristján Már Hauksson söngvari og gítarleikari. Ólafur hinn ósýnilegi hefur því væntanlega verið þriðji meðlimurinn. Líkur eru á að um hafi verið að ræða skammlíft samstarf. Ríflega áratug fyrr hafði verið starfandi hljómsveit sem gekk undir…

Tríó Ólafs Kristjánssonar – Efni á plötum

Tríó Ólafs Kristjánssonar – Gamlar minningar Útgefandi: Cordaria Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Ólafur Kristjánsson – píanó Bjarni Sveinbjörnsson – bassi Pétur Grétarsson – trommur Edda Borg – söngur

Tríó Ólafs Kristjánssonar (1980 / 2000)

Ólafur Kristjánsson (Óli Kitt) starfrækti tvívegis tríó í Bolungarvík, annars vegar árið 1980 og hins vegar um tveimur áratugum síðar en síðarnefnda útgáfan sendi frá sér plötu. Engar upplýsingar er að finna um tríó það sem Ólafur rak í eigin nafni árið 1980 og hugsanlega starfaði sú sveit í einhvern tíma. Allar upplýsingar um það…

Afmælisbörn 21. mars 2018

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og fimm ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…