Tríó Óla Skans (1997)

Tríó Óla Skans

Tríó Óla Skans er langt frá því að vera með þekktustu rappsveitum íslenskrar tónlistarsögu en hún skipar þar þó nokkurn sess þar eð hún var að öllum líkindum fyrst sinnar tegundar til að rappa einvörðungu á íslensku.

Tríó Óla Skans var líklega stofnuð sérstaklega til að taka þátt í Músíktilraunum Tónabæjar en þar birtist hún fyrst, vorið 1997. Meðlimir hennar voru Ómar „Swares“ Hauksson rappari (sem síðar átti eftir að ganga til liðs við Quarashi), Trausti „KEZ“ [?] rappari og Kalli [?] (DJ Demo).

Sveitin fór alla leið í úrslit Músíktilraunanna og endaði í öðru sæti þeirra á eftir sigurvegurunum í Soðinni fiðlu. Þeir félagar voru starfandi eitthvað áfram og komu nokkrum sinnum opinberlega fram um sumarið en svo virðist hafa fjarað undan þeim.