Tríó Nausts (1963-80)

Veitingahúsið Naustið við Vesturgötu bauð lengi vel upp á lifandi tónlist fyrir gesti sína og á árunum 1957-62 hafði Naust-tríóið annast þann tónlistarflutning. Frá 1963 og allt til ársins 1980 var hins vegar Tríó Nausts auglýst í blöðum samtímans sem hljómsveit hússins.

Upplýsingar um þá sveit eru afar takmarkaðar svo vægt sé til orða tekið en engar upplýsingar finnast um meðlimi þess, hvort um var að ræða mörg mismunandi tríó undir sama heitinu eða hvort það starfaði samfleytt. Heimildir finnast hins vegar um tvær söngkonur sem sungu með Tríó Nausts á sínum tíma, Helga Sigþórsdóttir árið 1967 og Erla Traustadóttir árið 1980.

Allar frekari upplýsingar um Tríó Nausts óskast sendar Glatkistunni.