Tríó Oddnýjar mun hafa verið skammlíf sveit, starfandi veturinn 1986-87.
Meðlimir þessarar sveitar voru Oddný Sturludóttir (sem þá hefur verið á ellefta ári) og bróðir hennar Snorri Sturluson, þriðji meðlimur sveitarinnar var kallaður Dalli en ekki liggur fyrir hvert nafn hans var, né hver hljóðfæraskipan þremenninganna var.