Tríó Ólafs Kristjánssonar (1980 / 2000)

Ólafur Kristjánsson (Óli Kitt) starfrækti tvívegis tríó í Bolungarvík, annars vegar árið 1980 og hins vegar um tveimur áratugum síðar en síðarnefnda útgáfan sendi frá sér plötu.

Engar upplýsingar er að finna um tríó það sem Ólafur rak í eigin nafni árið 1980 og hugsanlega starfaði sú sveit í einhvern tíma. Allar upplýsingar um það sem og meðlimi þess væru vel þegnar.

Árið 2000 setti Ólafur aftur saman tríó en að þessu sinni í því skyni að taka upp og gefa út plötu sem væri afmælisgjöf til tónlistarmannsins Villa Valla (Vilbergs Vilbergssonar) en hann var þá sjötugur, Ólafur hafði starfað með Villa Valla í fjölmörgum hljómsveitum. Meðlimir tríósins á plötunni, sem hlaut nafnið Gamlar minningar, voru auk Ólafs sem lék á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson trommuleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari. Edda Borg söngkona og dóttir Ólafs, söng á plötunni sem tekin var upp í Bolungarvík, hún hlaut þokkalega dóma í Morgunblaðinu.

Efni á plötum