Tríó Ólafs ósýnilega (1994)

Tríó Ólafs ósýnilega var dúett þrátt fyrir nafnið en meðlimir þess voru Jón Ingólfur Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Kristján Már Hauksson söngvari og gítarleikari. Ólafur hinn ósýnilegi hefur því væntanlega verið þriðji meðlimurinn.

Líkur eru á að um hafi verið að ræða skammlíft samstarf.

Ríflega áratug fyrr hafði verið starfandi hljómsveit sem gekk undir nafninu Ólafur ósýnilegi en ekki eru líkur á að tengsl séu á milli sveitanna tveggja.