Tríó Péturs Grétarssonar (1992 / 1995)

Pétur Grétarsson slagverksleikari hefur stöku sinnum haldið úti djasstríói, m.a. 1992 og 1995. Fyrra árið voru þeir Þórður Högnason bassaleikari og Hilmar Jensson gítarleikari með honum en ekki liggja fyrir upplýsingar hverjir skipuðu tríóið 1995.