Tríó Hrafns Pálssonar (1956 / 1960-61)

Hrafn Pálsson var að minnsta kosti tvívegis með tríó á sínum snærum, annars vegar um miðjan sjötta áratug síðustu aldar (1956) á Akureyri en það skipuðu auk hans Árni Scheving harmonikkuleikari og Sigurður Jóhannsson [?], sjálfur lék Hrafn á píanó.

Hrafn starfrækti einnig tríó á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1960-61 en engar upplýsingar er að finna um meðlimi þeirrar sveitar.