Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Þrír klassískir AustfirðingarTríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum.

Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari.

Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika sem verða sem hér segir:

14. apríl, kl. 20:00 – Neskaupstaður, safnaðarheimilið
15. apríl, kl. 20:00 – Stöðvarfjörður, Sköpunarmiðstöðin
16. apríl, kl. 17:00 – Djúpivogur, Djúpavogskirkja
17. apríl, kl. 16:00 – Egilsstaðir, Sláturhúsið

Miðaverð er kr. 1500 en frítt er fyrir börn tólf ára og yngri og nemendur við tónlistarskóla á Austurlandi.

Tónleikarnir og gerð tónverkanna er styrkt af Uppbygginarsjóði Austurlands.

Hér má sjá Facebook-síðu tónleikanna.