Stórsveit Vesturlands (1989-91)

Á árunum 1989 til 1991 að minnsta kosti starfaði hljómsveit undir nafninu Stórsveit Vesturlands og lék í nokkur skipti á opinberum vettvangi en stjórnandi hennar var Daði Þór Einarsson skólastjóri Tónlistaskólans í Stykkishólmi, hann hafði þá um árabil stjórnað Lúðrasveit Stykkishólms. Gera má ráð fyrir að hluti stórsveitarinnar hafi komið úr þeirri sveit en annars liggja ekki aðrar upplýsingar fyrir um hana.