Strandamenn [1] (um 1990-92)

Strandamenn

Söngkvartettinn Strandamenn starfaði innan Fjölbrautaskólans við Ármúla um og eftir 1990, líklega á árunum 1990 til 92. Meðlimir Strandamanna voru þeir Þór Breiðfjörð, Axel Cortes, Bjarni Þór Sigurðsson og Hrólfur Gestsson.

Kvartettinn kom fram í nokkur skipti á þessum árum, s.s. í Gettu betur spurningaþættinum og víðar en hann lagði upp laupana þegar þeir félagar útskrifuðust úr skólanum. Heimild er um að kvartettinn hafi komið fram aftur eftir langt hlé árið 2015.

Strandamenn munu upphaflega hafa sérhæft sig í tónlist og raddsetningum The Beach boys en síðan í almennum kvartett söng.