Stórsveit Sjónvarpsins (1986)

Stórsveit Sjónvarpsins

Stórsveit Sjónvarpsins var sett sérstaklega saman fyrir fyrstu undankeppni Eurovision keppninnar hér á landi sem haldin var vorið 1986.

Sveitin sem var skipuð nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum landsins var ýmist sögð vera fimmtán eða nítján manna og önnuðust Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson stjórn hennar en hún lék undir í þeim lögum sem kepptu um hylli landsmanna, sigurlagið var Gleðibanki Magnúsar Eiríkssonar eins og flestir muna.