Afmælisbörn 5. október 2022

Valur Arnarson

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi:

Selfyssingurinn Valur Arnarson er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, Gormar og geimfluga, Johnny Kane and the Cains, Kósínus, Súper María Á, Elvis Pressplay and the heartbreakers, Skrýtnir, Woolly and the teenagers, Fussumsvei og Systir guðs.

Vissir þú að plötusafnarinn Sigurjón Samúelsson gaf út fjölda platna í eigin nafni með hljóðritunum af 78 snúninga plötum?