Kósínus (1989-90)

Kósínus (Cosinus) var hljómsveit sem lék á böllum víðs vegar um Suðurland 1989 og 1990. Sveitin var skipuð nokkrum meðlimum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi (úr Árnes- og Rangárvallasýslu) en þau voru Kristinn Jón Arnarson bassaleikari (Soma o.fl.), Ólafur Unnarsson gítarleikari (Skrýtnir o.fl.), Jóhann Bachmann trommuleikari (Skítamórall o.fl.) og Valur Arnarson hljómborðsleikarari (Súper María Á.…

Súper María Á (1992-93)

Hljómsveitin Súper María Á frá Selfossi var stofnuð upp úr Sauðfé á mjög undir högg að sækja, sem hafði vakið athygli nokkru fyrr. Súper María Á starfaði 1992-93 og var skipuð þeim Jóni Örlygssyni söngvara, Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara og Val Arnarsyni trommuleikara. Sveitin var cover-band en óvenjuleg að því leyti að…

Systir Guðs (1993-94)

Hljómsveitin Systir Guðs var frá Selfossi og var starfrækt á árunum 1993 og 94. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Fannar Guðmundsson söngvari (Poppins flýgur o.fl.), Ólafur Unnarsson gítarleikari (Súper María Á o.fl.), Kristinn Jón Arnarson bassaleikari (Sauðfés o.fl.), Jóhann Bachmann trymbill (Skítamórall o.fl.) og Valur Arnarson hljómborðsleikari (Gormar og geimflugur o.fl.).

Gormar og geimfluga (1995)

Rokksveitin Gormar og geimfluga frá Selfossi keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Gunnþórsson bassaleikari, Haraldur G. Ásmundsson gítarleikari, Heimir Tómasson gítarleikari, Haraldur B. Ólafsson trommuleikari, Sjöfn Gunnarsdóttir söngvari og Valur Arnarson söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit og liggur ekki fyrir hvort hún starfaði áfram eftir Músíktilraunir.