Gormar og geimfluga (1995)

engin mynd tiltækRokksveitin Gormar og geimfluga frá Selfossi keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Gunnþórsson bassaleikari, Haraldur G. Ásmundsson gítarleikari, Heimir Tómasson gítarleikari, Haraldur B. Ólafsson trommuleikari, Sjöfn Gunnarsdóttir söngvari og Valur Arnarson söngvari.

Sveitin komst ekki áfram í úrslit og liggur ekki fyrir hvort hún starfaði áfram eftir Músíktilraunir.