Gort (1995)

engin mynd tiltækHljómsveitin Gort úr Garðabæ keppti í Músíktilraunum 1995 og komst þar í úrslit, ekki lenti hún þar í efstu sætum en fiðluleikari sveitarinnar Hrafnkell Pálsson (sem einnig spilaði á gítar) var kjörinn besti hljóðfæraleikarinn á „önnur hljóðfæri“. Auk Hrafnkels skipuðu Gort þau Hugi Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Áki Sveinsson bassaleikari, Haraldur A. Leifsson trommuleikari og Þóranna Dögg Björnsdóttir söngkona og óbóleikari.

Sveitin virðist ekki hafa verið langlíf, allavega er hennar lítt getið í fjölmiðlum utan Músíktilrauna.