Stuð puð (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem Einar Bragi Bragason (síðar saxófónleikari) lék í á unglingsárum sínum, líklega í kringum 1980 í Garðabænum. Hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma o.þ.h.

Stella beauty (1973)

Vorið 1973 var starfrækt í Gagnfræðaskólanum í Garðahreppi (Garðaskóla) hljómsveit sem gekk undir nafninu Stella beauty en sú sveit var skipuð þáverandi og fyrrverandi nemendum skólans, Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari, Brynjólfur [?] bassaleikari, Pétur Unnsteinsson trommuleikari og Pétur „Kafteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Pétur trymbill hafði þá tekið við af öðrum trommuleikara sem vantar upplýsingar…

The Spiders (um 1976-80)

Tríó sem bar nafnið The Spiders starfaði í Garðabæ á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem voru líklega um tíu ára aldur þegar sveitin var stofnuð, árið 1976 en hún starfaði með hléum og mestmegnis yfir sumartímann. Það voru þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari og Valdimar…

Spilverk (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spilverk en hún var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík haustið 1999. Svo virðist sem Spilverk sem kom úr Garðabæ, hafi annað hvort ekki mætt til leiks í Rokkstokk eða að hún hafi skipt um nafn fyrir keppnina því hvergi er hana að finna…

Skólakór Garðabæjar (1976-2000)

Skólakór Garðarbæjar var mjög öflugur kór barna (mest stúlkna) sem starfaði við Flataskóla í Garðabæ um tuttugu og fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og vakti jafnvel athygli á erlendum vettvangi þar sem hann kom fram, kórinn gaf út nokkrar plötur á sínum tíma og auk þess kassettur sem teljast óopinberar útgáfur. Kórar höfðu…

Forhúðarostur (2002)

Hljómsveit með hið smekklega nafn, Forhúðarostur, starfandi í Garðaskóla í Garðabæ árið 2002. Heimildir eru afar takmarkaðar um þessa sveit en fyrir liggur að þrír meðlima hennar voru þeir Hlynur [?] trommuleikari, Ingi [?] gítarleikari og Árni [?] bassaleikari. Þeir þremenningar leituðu þá að söngvara sem helst gæti spilað á hljóðfæri líka en frekari upplýsingar…

Conspiracy crew (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hiphop-sveitina Conspiracy crew en hún starfaði í Garðabæ og keppti í söngvakeppni Samfés vorið 1999. Fyrir liggur að Kjartan Atli Kjartansson (Bæjarins bestu o.fl.) var einn meðlima hópsins en upplýsingar vantar um aðra.

Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

Garðakórinn [2] (2000-)

Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ hefur starfað frá aldamótum og sett svip sinn á félagsstarf elstu íbúa bæjarfélagsins allt til þessa dags. Kórinn var stofnaður að öllum líkindum aldamótaárið 2000 og hlaut sama nafn og kirkjukór Garðahrepps hafði borið nokkrum áratugum fyrr, enda voru þá nokkrir í hinum nýstofnaða kór sem einnig höfðu sungið…

Gaur [1] (1996-97)

Hljómsveitin Gaur kom úr Garðabænum og tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, 1996 og 97 með pönkskotið rokk. Meðlimir sveitarinnar sem var stofnuð snemma árs 1996 voru þeir Agnar Eldberg Kofoed Hansen gítarleikari og söngvari, Ragnar Freyr Magnússon bassaleikari og Frosti Jón Runólfsson trommuleikari. Gaur keppti sem fyrr segir í Músíktilraunum vorið 1996 og 97,…

Magnium (1999)

Hljómsveitin Magnium (Magníum) úr Garðabæ keppti haustið 1999 í hljómsveitakeppninni Rokkstokk. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit, hversu lengi hún starfaði eða nokkuð annað sem viðkemur henni. Magnium vakti ekki mikla athygli í Rokkstokk keppninni en átti í kjölfarið lag á safnplötunni Rokkstokk 1999.

Belfigor (1984-85)

Hljómsveitin Belfigor starfaði í Garðabænum í um eitt ár, frá hausti 1984 og fram á síðsumar 1985. Meðlimir sveitarinnar voru Helga Bryndís Magnúsdóttir hljómborðsleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Hilmar Jensson gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Haukur Hauksson söngvari.

Táningar (1966-68)

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ). Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en…

Jonee Jonee (1981-91)

Jonee Jonee var með nýstárlegustu hljómsveitum pönktímabilsins, sendi frá sér breiðskífu og varð svo fræg að spila fyrir tugi þúsunda áhorfendur á tónleikum á Ítalíu. Sveitin var stofnuð haustið 1981 í Garðabæ og ekki liðu margar vikur þar til hún fór að leika á opinberum vettvangi. Meðlimir hennar í byrjun voru Þorvar Hafsteinsson söngvari og…

Kims (1968-69)

Hljómsveitin Kims starfaði í Garðahreppi á tímum bítla og hippa. Sveitin tók m.a. þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Húsafelli 1968. Ekki liggur fyrir hvernig henni reiddi af þar en veturinn eftur, 1968-69, lék hún í nokkur skipti í Búðinni (Breiðfirðingabúð). Meðlimir Kims voru Ægir Ómar Hraundal söngvari og gítarleikari, Þorsteinn Hraundal…

Bel canto (1981-86)

Bel canto kórinn úr Garðabæ var skipaður ungu söngfólki sem áður hafði verið í Skólakór Garðabæjar en kórinn var stofnaður 1981. Bel canto kórinn sótti fyrirmynd sína til Ítalíu en bel canto er söngstíll sem margir hafa tileinkað sér, til er fjöldi kóra um heim allan sem starfa undir merkjum bel canto en kórinn úr…

Elexír (1999-2003)

Haraldur Anton Skúlason söngvari og slagverksleikari, Darri Örn Hilmarsson trommuleikari, Birgir Már Björnsson bassaleikari og Kristján Páll Leifsson gítarleikari skipuðu Elexír, rokksveit í þyngri kantinum sem átti rætur að rekja til Garðabæjar í kringum aldamótin, stofnuð 1999. Þannig skipuð keppti sveitin í Músíktilraunum árið 2000 og hafnaði þar í þriðja sæti á eftir Snafu og…

Gort (1995)

Hljómsveitin Gort úr Garðabæ keppti í Músíktilraunum 1995 og komst þar í úrslit, ekki lenti hún þar í efstu sætum en fiðluleikari sveitarinnar Hrafnkell Pálsson (sem einnig spilaði á gítar) var kjörinn besti hljóðfæraleikarinn á „önnur hljóðfæri“. Auk Hrafnkels skipuðu Gort þau Hugi Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Áki Sveinsson bassaleikari, Haraldur A. Leifsson trommuleikari og Þóranna…

Rök (1983)

Hljómsveitin Rök var stofnuð í Garðabæ 1983, Þórhallur Gauti Sigurðsson bassaleikari var í þessari sveit, líka Arndís Halla Ásgeirsdóttir söngkona (síðar óperusöngkona), Ríkharður Örn Kristjánsson gítarleikari, Kristján Ásvaldsson trommuleikari (Bootlegs) og Siggi [?] hljómborðsleikari. Sveitin hét upphaflega The Coffins. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar þá um haustið en varð lítt ágengt þar.

Saffó (1987)

Hljómsveitin Saffó (nefnd eftir grísku skáldkonunni Saffo) kom úr Garðabænum og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1987. Ekki komst sveitin áfram í úrslitin en meðlimir hennar voru Friðrik Júlíusson trommuleikari, Sigurður Jónsson söngvari og hljómborðsleikari, Ómar K. Jóhannesson gítarleikari og Bergur Geirsson bassaleikari (Buff o.fl.)

Singultus (1982-85)

Hljómsveitin Singultus (oft ranglega nefnd Signaltus á sínum tíma) var stofnuð í Garðabæ 1982 af þeim Valdimar Óskarssyni bassaleikara, Matthíasi M. D. Hemstock trommuleikara og Hilmari Jenssyni gítarleikara. Þannig skipuð keppti sveitin í fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en komst þar ekki í úrslit. Þá þegar voru meðlimir farnir að gera djasstilraunir þótt ungir væru að…