Táningar (1966-68)

Táningar

Mjög takmarkaðar upplýsingar er að finna um unglingahljómsveitina Táninga sem starfandi var í Garðahreppi (síðar Garðabæ).

Táningar komu fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar bræðurnir Ægir Ómar Hraundal og Þorsteinn Hraundal sem báðir léku á gítara, Haraldur Norðdahl bassaleikari og Bjarni Finnsson trommuleikari. Fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar en upplýsingar eru sem fyrr segir afar takmarkaðar.

Sveitin starfaði líklega fram á árið 1968 en þá um vorið lést Haraldur af slysförum.