Taktar [1] (1963-64)

Hljómsveitin Taktar var einn af undanförum hljómsveitarinnar Tóna sem hefur verið nefnd sem ein allra fyrsta bítlasveitin hérlendis, Taktar voru líklega þó meira í anda Shadows. Sveitin var stofnuð 1963 frekar en 62 og voru meðlimir hennar Sigurður Jensson, Kjartan Ragnarsson (síðar leikari), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.) og Sævar Hjálmarsson bassaleikari. Eins gæti…

Takk – Efni á plötum

Takk – Mirrored image Útgefandi: Fortress records / Refuge records Útgáfunúmer: SPCN 7900601287 Ár: 1987 1. Street preacher 2. Build your church 3. How can it be 4. In touch 5. Shout 6. He can do it 7. I know 8. Do to others 9. Baby 10. all my love Flytjendur: Halldór Lárusson (Nik Larusson)…

Takk (1984-87)

Söngdúettinn Takk er ekki sérlega þekkt nafn í dag en árið 1987 vakti hann nokkra athygli fyrir plötu sína sem hafði að geyma kristilegt popp. Hjónin Halldór Lárusson og Árný Jóhannsdóttir höfðu verið saman í kristilega tónlistarhópnum Ungt fólk með hlutverk og hljómsveitinni 1. Kor 13 en byrjuðu að vinna popp saman árið 1984 undir…

Taktlazk (1984)

Hljómsveit sem bar nafnið Taktlazk átti lag á safnplötunni SATT 3, sem kom út 1984. Sveitin gæti þó hafa starfað fyrr en platan kom út. Litlar upplýsingar er að fá um þessa sveit en á SATT-plötunni eru meðlimir hennar Ásgeir Baldursson gítarleikari, Aðalsteinn Gunnarsson bassaleikari, Atli Ingvarsson trommuleikari og Unnar Stefánsson söngvari.

Taktík [3] (2007-08)

Ballhljómsveitin Taktík var stofnuð í lok ársins 2007, einungis til að anna eftirspurn á ballmarkaðnum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Ágúst Víðisson söngvari (Skítamórall o.fl.), Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingi Valur Grétarsson (Sixites o.fl.) og Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Sixties, Dúndurfréttir o.fl.). Sveitin var skammlíf, starfaði eitthvað fram eftir árinu 2008 en hætti svo.

Taktík [2] (1999-2000)

Hljómsveitin Taktík fór mikinn á Kringlukránni um síðustu aldamót en lék einnig eitthvað utan Kringlunnar. Meðlimir Taktíkur voru Ómar Diðriksson söngvari og gítarleikari, Halldór Halldórsson bassaleikari, Baldur Ketilsson gítarleikari[?] og Sigurvaldi Ívar Helgason trommuleikari. Sveitin lifði aldamótin af en varla meira en það.

Taktík [1] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Taktík keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina í Atlavík 1987. Engar upplýsingar finnast um skipan þessarar sveitar og því allt eins líklegt að hún hafi verið stofnuð í þeim eina tilgangi að komast frítt inn á hátíðarsvæðið.

Taktar [4] (1974)

Engar upplýsingar finnast um hljómsveitina Takta sem lék a.m.k. tvívegis á Akranesi árið 1974. Líkur benda því til þess að hún hafi verið starfandi þar í bæ.

Taktar [3] (1968-69)

Hljómsveitin Taktar frá Vestmannaeyjum var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðiskólanum þar í bæ og starfaði í um tvö ár, sveitin keppti m.a. í hljómsveitakeppni sem haldin var um verslunarmannahelgina 1969 í Húsafelli. Meðlimir Takta voru Stefán Geir Gunnarsson gítarleikari [?], Þórólfur Guðnason gítarleikari (síðar sóttvarnarlæknir), Óli Már Sigurðsson bassaleikari, Valdimar Gíslason gítarleikari, Árni Áskelsson trommuleikari…

Taktar [2] (1963-65)

Akureyska hljómsveitin Taktar starfaði í um tvö ár og telst líklega fyrsta norðlenska bítlasveitin. Meðlimir Takta voru allavega Jörundur Guðmundsson trommuleikari (síðar eftirherma og skemmtikraftur) og Bjarki Tryggvason söngari (og hugsanlega bassaleikari) en ekki liggur ljóst fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina, Örn Bjarnason og Garðar Karlsson hafa þó verið nefndir og gætu báðir hafa spilað…

Tað (1993)

Engar heimildir er að finna um hljómsveitina Tað sem var starfandi vorið 1993 og spilaði þá á tónlistarhátíð á höfuðborgarsvæðinu. Hér er giskað á að sveitin hafi verið í þyngri kantinum. Glatkistan óskar því eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.

Tacton sextett (1963-64)

Tacton sextettinn starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð í byrjun árs 1963 og var Guðni Guðmundsson fyrsti hljómsveitarstjóri hennar en síðan urðu allmiklar mannabreytingar í henni áður en hún gerðist húshljómsveit í Samkomuhúsinu í Vestmanaeyjum. Meðlimir hennar þá voru þau Hannes Bjarnason gítarleikari (og hljómsveitarstjóri), Einar Guðnason trommuleikari, Gunnar…

T-World – Efni á plötum

T-World [ep] Útgefandi: Darren Emerson [?] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [engar upplýsingar] [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] T-World – An-them [12“] Útgefandi: Underwater records Útgáfunúmer: H200001 Ár: 1994 / 2005 1. An-them (Part one) 2. An-them (Part three) Flytjendur: Birgir Þórarinsson – [?] Magnús Guðmundsson – [?]        …

T-World (1988-97)

T-World var dúett sem var á tímabili áberandi í dansgeiranum en sveitin reyndi fyrir sér á erlendum vettvangi um tíma. Segja má að stofnun GusGus hafi verið upphafið að endalokum dúettsins. Sögu T-World má rekja allt aftur til 1988 en þá byrjuðu þeir Birgir Þórarinsson (Biggi Veira) og Guðberg K. Jónsson að búa til og…

T-Vertigo (1996-97)

Tríóið T-Vertigo var áberandi á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins 1996 og 97. Meðlimir þess voru Hlynur Guðjónsson og Sváfnir Sigurðarson gítarleikarar, sem einnig voru þá í hljómsveitinni Kol, og Þórarinn Freysson kontrabassaleikari. Líklega sungu þeir þremenningarnir allir. T-Vertigo lék rokk og þjóðlagatónlist.

T.C.O.K.I.O.A.H.S.O. (?)

Ógerningur er að finna upplýsingar um hljómsveit sem bar skammstöfunina T.C.O.K.I.O.A.H.S.O., hverjir skipuðu hana, hvenær og hvar hún starfaði eða fyrir hvað skammstöfunin stendur fyrir. Hver sá sem lumar á upplýsingum um T.C.O.K.I.O.A.H.S.O. mætti gjarnan senda Glatkistunni þær.

Takið undir [annað] (1940-60)

Útvarpsþátturinn Takið undir er án efa einn allra vinsælasti þáttur allra tíma í íslenskri útvarpssögu en í honum má segja að íslenska þjóðin hafi sameinast í söng og eflst í þjóðernisvitund sinni mitt í miðri sjálfstæðisbaráttunni. Það mun hafa verið Páll Ísólfsson sem átti hugmyndina að þættinum en í honum smalaði hann saman litlum hópi…

Tage Ammendrup (1927-95)

Tage Ammendrup kom víða við í íslensku tónlistarlífi þótt flestir tengi nafn hans við útsendingar Ríkissjónvarpsins þar sem hann starfaði í áratugi, hann var hins vegar einnig tónlistarmaður, útgefandi, ritstjóri og sitthvað fleira. Tage, sem var hálf danskur (átti danskan föður), fæddist í Reykjavík 1927 og snerist líf hans fljótlega um tónlist, hann var ekki…

Afmælisbörn 7. nóvember 2017

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fjörutíu og níu ára í dag. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari hljómsveitarinnar Mammút er…