Taktar [1] (1963-64)

Hljómsveitin Taktar var einn af undanförum hljómsveitarinnar Tóna sem hefur verið nefnd sem ein allra fyrsta bítlasveitin hérlendis, Taktar voru líklega þó meira í anda Shadows.

Sveitin var stofnuð 1963 frekar en 62 og voru meðlimir hennar Sigurður Jensson, Kjartan Ragnarsson (síðar leikari), Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari (Óðmenn o.fl.) og Sævar Hjálmarsson bassaleikari. Eins gæti hafa verið meðlimur að nafni Einar í Töktum. Þeir voru allir á unglingsaldri.