Fjöldi jólatexta bætist í safn Glatkistunnar

Aragrúa jólalagatexta og -sálma var bætt inn í textaflóru Glatkistunnar rétt í þessu, þá eru vel á annað hundrað slíkra texta á Glatkistuvefnum en ef allir textar eru meðtaldir eru þeir ríflega sjö hundruð talsins. Textasafnið er og verður ekki neitt sérstakt áhersluatriði á Glatkistunni en þó munu af og til bætast við textar eftir…

Heima um jólin

Heima um jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Ég ætla að hengja jólagrein í gluggann og kveikja á jólakertunum. Set bjöllu á útidyrnar, síðan pakka ég inn gjöfunum. Ég skreyti jólatréð svo glitri ljósin skær, því bráðum kemur hann sem stendur hjarta mínu nær. Viðlag Hann verður hjá mér um jólin. Flýttu…

Enn jólin

Enn jólin (Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir)   viðlag Enn jólin. Og alltaf jafn kær. Þetta undir sem frið og birtu okkur fær. Aldrei var grenið svo grænt né glatt yfir litlum krílum. Enn jólin. Og alla tíð hvít. Og í ómældri firð ég stjörnuna lít, hana sem birtuna bar í Betlehem…

Gleðileg jól (allir saman)

Gleðileg jól (allir saman) (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Ætlar þú að setja skó í gluggann þinn? Trúir þú að jólasveinninn líti inn? Notast hann við fjölmörg hreindýr, sem að draga sleðann um, flýgur jólasveinn á sleða um loftin blá? viðlag Gleðileg jól, allir saman, það er komin jólastund. Fögnum öll saman…

Gesturinn

Gesturinn (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Um ómælisgeiminn er ákvörðuð leið, þar agnarsmá jarðstjarna rennur sitt skeið, hún er mannkynsins ógn, hún er mannsandans von og margt fyrir löngu hún hýsti – Mannsins son. Sinn vitjunartíma ei þekkti hún þá, það var tæpast nokkur sem heyrði né sá, sem vísdóm þann nam,…

Snjókorn falla

Snjókorn falla (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Snjókorn falla á allt og alla, börnin leika og skemmta sér. Nú er árstíð kærleika og friðar. Komið er að jólastund. Vinir hittast og halda veislur, borða góðan jólamat. Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins, syngja saman jólalag. Á jólaball við höldum í kvöld, ég ætla…

Jól alla daga

Jól alla daga (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Þegar snjóa fer á fold hverfa grasblettir og mold og brosin breiðast yfir andlit barnanna. Þau smíða hvíta kastala og búa sér til snjókarla, glöð og reif þau una sér í leik og bíða jólanna. viðlag Já ég vildi að alla daga væru jól.…

Rokkað út jólin

Rokkað út jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Kveikjum upp, kyndum vel, kuldalegt er Fróni á. Inni er afar notalegt þó úti blási vindar hafi frá. Verið nú velkomnir, vinir látið sjá ykkur, því hátíð þessa halda skal með hamingjuna á útopnu. Það verður rokkað út öll jólin. Það verður rokk um…

Jólaþankar

Jólaþankar (Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir) Þeir hétu mér hvítum jólum og heiðríkju allt um kring en regndropar rótast niður og rokið þeim blæs í hring. Man ég jól þegar klukkur klingdu. Kvöldið bjart yfir jörðu snjór. Með blikandi stjörnu á bláum himni og bráðum yrði ég stór. Ég trúði á jólasveina…

Vetrarsöngur

Vetrarsöngur (Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson) Er langir vetrarskuggar leggjast yfir þína slóð, og kaldir fingur vindsins slökkva í þér alla glóð, leitar hugur þinn til sumars sem liðið er á braut til minninga sem hverfa líkt og dögg í græna laut? Er vetur – sækir þig heim. Þegar gnauðar vindsins söngur,…

Stjarna

Stjarna (Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Ólafur Haukur Símonarson) Stjarna í himinlind. Ó, hve stillt er ljósið þitt! Stjarna líttu inn um gluggann minn börn sem sofa vært. Veittu allri mannkind frið. Stjarna í himinsal! Ó, hve milt er ljósið þitt! Stjarna blessuð jólastjarnan mín! Færðu öllum frið; frið til allra manna, gættu að…

Það eru að koma jól

Það eru að koma jól (Lag / texti: Magnús Kjartansson / Halldór Gunnarsson) Það eru að koma jól, krakkar fara á ról, á austurhimin árroða slær af aðfangadagssól. Svo lifnar landið við með léttum vélarnið er fólk á síðasta snúningi fer um saltað malbikið. Þá hægist aftur um á öllum látunum, búðum lokað, biðin langa…

Manstu það

Manstu það (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Skín úr tímans djúpi ljós í lágum bæ. Litlir fætur skrifa spor í hvítan snæ. Snerting við lítinn lófa er lagðist myrkrið að. Manstu vinur – manstu ekki það. Stjörnuskin í norðurljósaloga lék sitt töfraspil um himinboga. Hljóð og sæl við biðum því að…

Mamma

Mamma (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Þegar líða fer að jólum vakna óskir börnum hjá, já það er alkunn saga. Og ósköp var það líkt hjá okkur stundum hérna í gamla daga. Fullt af óskum þá og draumum eins og nú, sem mátti engum segja. Þeir ólguðu í brjóstinu og skelfing…

Gamli jólasveinn

Gamli jólasveinn (Lag / texti: höfundur óþekktur / Jónas Friðrik Guðnason) Hún laumast stundum inn og klappar létt á kinn. Og kyssir þig og segir, gamli jólasveinninn minn. Með augu full af hlátri og af hrekkjum og af ást. Já, satt er það, þú átt hér inni eitt leyndarmál með dóttur þinni. Bak við allt,…

Verði ég bara heima um jólin

Verði ég bara heima um jólin (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Rétt eins og fleiri í önnum ég er. Endalaust stúss að höndum ber. Mér virðist oft að ég vinni‘ á við tvo. Það gengur svo. Dagurinn alls ekki endist hjá mér. Ógert er fleira en klárað er. Virðist ei nóg…

Snjórinn fellur

Snjórinn fellur (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Snjórinn fellur. Sveipar blæju um borg og sveit. Hylur margt það sem miður fer. Mildar flest sem að augum ber. Snjórinn fellur yfir jörðina hægt og hljótt. Og það er líkt og ysinn lægi. Líkt og erillinn strauminn lægi. Snjórinn fellur, og allt er…

Kæri Jóli

Kæri Jóli (Lag / texti: höfundur óþekktur / Jónas Friðrik Guðnason) Gleymdu ekki vinur að gægjast hjá mér á gluggann. Þú veist að ég bíð eftir þér. Já mundu það. Farðu ekki hjá kæri Jóli. Ég bíð og vona. Hetjur og töffarar hrífa ei mig. Nú hugsa ég bara um svein eins og þig. Mundu…

Jól [2]

Jól [2] (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Jól – Nú hljómar aftur þessi sama saga. Jól – Í svörtu myrkri vaknar dýrust rós. Jól – Oss barn er fætt. Og Betlehems á völlum Jól – þar birtist smalamönnum fagurt ljós. Jól – Og við þau gömlu verðum börn að nýju Jól…

Ég hlakka svo til

Ég hlakka svo til (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Bið, endalaus bið sem bara styttist ei neitt. Nú er hver dagur svo lengi að líða. Mér leiðist skelfing að þurfa að bíða. Langt, dæmalaust langt er sérhvert augnablik nú. Ég gæti sagt ykkur sögu ljóta um sumar klukkur er liggja og…

Þú komst með jólin til mín

Þú komst með jólin til mín (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ég trúi því ei hve allt er nú breytt. Ég leitaði einhverju að, en aldrei fann neitt. Í vonlausri villu og brasi án enda var ævinni eytt. Ef fengi ég bara að vera í friði þá mátti fólk halda jól…

Jólaómar

Jólaómar (Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk) Ég stend við opinn gluggann minn og stjörnur skreyta hvelið blátt; og börnin úti byggja í snjónum, henda boltum, hlæja dátt. Er þreytan þau í rúmið rekur raula ég um jólin lágt: Ó, hve allt nú friðsælt er og óm um húsið ber er það…

Jólafrí

Jólafrí (Lag / texti: Magnús Kjartansson / Birgir Svan Símonarson) Jólaball við vöngum síðasta dans, ég vil svífa um í örmunum hans, undurblíðir tónar, tært lokalag, ég vil svífa fram á næsta dag. Skólinn skreyttur sérhver gluggi og gátt, friðarljósin sem að boða‘ öllum sátt, undurblíðir tónar, síðasti dans, ég vil svífa um í örmunum…

Agnarlítill angi

Agnarlítill angi (Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen) Það var hinn fyrsta jóladag að gjöf hlaut veröld grá og gjöfin hún var lítill sveinn sem þar í jötu lá. Á jörðu hérna meðal okkar síðar hann sást og sjálfur færi mér og þér að gjöf sína ást. viðlag Það varð að fæðast agnarlítill…

Jólakort

Jólakort (Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson) Ég í kassanum kortið þitt fann og með klökkva það horfði ég á, samt er ástin sem áður þér brann orðinn reykur í fjarska að sjá. Víst er pappírinn gamall og grár en ég get ef ég set það við ljós fundið örlítið far eftir tár…

Heima á jólum

Heima á jólum (Lag / texti: erlent lag / Birgir Svan Símonarson) Sumir eru fjarri sínu fólki er nálgast jól, aðrir líkt og eigra um og eiga ekkert skjól. Göturnar flitra í fjölskrúði lita, flestir með fangið af gjöfum fullt. Jólin að koma, hátíðin vona er að renna upp. Jólin koma til okkar allra, helgistundin…

Ljósanna hátíð

Ljósanna hátíð (Lag / texti: Vilhjálmur Guðjónsson / Jóhanna G. Erlingsson) Atburð ég sé fyrir innri augum mínum undrandi ég horfi gegnum tímans myrku tjöld, skynja ég bjarma yfir Betlehemsvöllum er sem bliki himinsólir þar í þúsundafjöld. Bjarmi sá fellur á barn eitt í jötu. Borinn er hann sem er besti bróðir minn. Móðirin unga…

Það heyrast jólabjöllur

Það heyrast jólabjöllur (Lag / texti: erlent lag / Ólafur Gaukur Þórhallsson) Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer flokkur af jólaköllum til að gantast við krakkana hér. Beint niður fjallahlíðar þeir fara‘ á skíðum með söng og flestir krakkar bíða með óþreyju síðkvöldin löng. viðlag Komdu fljótt, komdu fljótt kæri jólasveinn, það kveða…

Þegar ástarstjarnan skín

Þegar ástarstjarnan skín (Lag / texti: erlent lag / Páll Bergþórsson) Þegar ástarstjarnan skín, þá er óskastundin þín, þá mun örugg von til hamingjunnar sótt, ef þú alla þína sál leggur í þitt bænarmál þegar ástarstjarnan skín svo blítt og rótt. Aðeins þeim er óskin góða veitt, sem unna nógu fölskvalaust og heitt. Það er…

Gefðu mér gott í skóinn

Gefðu mér gott í skóinn (Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson) Gefðu mér gott í skóinn góði jólasveinn í nótt. Úti þú arkar snjóinn, inni sef ég vært og rótt. Góði, þú mátt ei gleyma glugganum er sef ég hjá. Dásamlegt er að dreyma um dótið sem ég fæ þér frá. Góði sveinki,…

Undrastjarna

Undrastjarna (Lag / texti: þjóðlag / Rúnar Júlíusson) Við vitringar frá austurlöndum færum gjafir, komnir langt að. Um akra, brunna, mýrar, hæðir leiddi oss stjarna skær. viðlag Undrastjarna, stjarna lífs; stjarna konungs, björt og skær, leiðir vestur – sífellt áfram. Leið oss til hins eilífa ljóss. Fæddur konungur er í dag. Færum við gull til…

Hin helga nótt

Hin helga nótt Lag / texti: erlent lag / Jóhanna Erlingsson) Leiftrar stjarna logaskær, ljómar festing við og tær, óma þúsund englaraddir: “Endurlausnarinn er nær. Guðdómlegum krafti gæddur Guðssonur af meyju fæddur. Fagnið, lofið fæðing hans. Fagnið komu frelsarans.” Nálæg er hún náðin þín. Nýtur þú þess sála mín. Opni hjörtun allra manna ástin hans,…

Snæfinnur snjókarl

Snæfinnur snjókarl (Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason) Snæfinnur snjókarl var með snjáðan pípuhátt, gekk í gömlum skóm og með grófum róm gat hann talað rétt og hratt. Snæfinnur snjókarl var að snuða‘ upp ævintýr, segja margir menn en við munum enn hve hann mildur var og hlýr. En galdar voru geymdir í…

Nú koma heilög jól

Nú koma heilög jól (Lag / texti: Valgeir Skagfjörð) Dýrðlegt er í desember þótt dimmt sé orðið allt og hljótt því hátíð senn í hönd nú fer þá helgu jólanótt. Við fögnum komu frelsarans og finnum hjörtun örar slá. Börnin okkar eru börnin hans, bæði stór og smá. viðlag Það eru að koma jól, það…

Alltaf um jól

Alltaf um jól (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Í gluggum loga jólaljós í borg og hverjum bæ, en þó að dimmt sé úti þá er allt með björtum blæ. Á meðan ösla jólasveinar um í mjúkum snæ. Þannig er það víst alltaf um jól, alltaf um jól. Já, þannig er það alltaf…

Fögnum

Fögnum (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Við jólunum fögnuð í gömlum helgisögnum er greint frá því er þennan heim kom Kristur í í fátækt og myrkri, en með hugsun styrkri. Hann gaf okkur grundvöllinn. Og trú sem flytur fjöllin er Guði aukinn máttur. Við treystum því. Við fögnum af hjarta. Friðarhátíð bjarta…

Þorláksmessukvöld

Þorláksmessukvöld (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson) Upplýst jólatré á torginu, taumlaus umferð niðri‘ í bæ. Milli búða fer vel dúðað fólk. Skammdegið fær annarlegan blæ. Þorláksmessukvöld er hátíð útaf fyrir sig; forleikur að jólunum. Margir kaupa og hlaupa við fót til þess að ná í fallegt dót. Og út um allt er…

Ein er hátíð

Ein er hátíð (Lag / texti: höfundur ókunnur / Þorsteinn Eggertsson) Ein er hátíð öðrum betri (fa la lalla la, la lalla la); albjört jól á miðjum vetri (fa la lalla la, la lalla la). Alls staðar er ást og friður (fa lala la lala la la la). Englar stíga‘ af himnum niður (fa la…

Ó, helga barn frá Betlehem

Ó, helga barn frá Betlehem (Lag / texti: þjóðlag / Rúnar Júlíusson) Ó, litla borgin Betlehem, hve hljóð þú ert í nótt. Ofar þínum svefni líða skærar stjörnur hljótt. Í þinni næturró skín eilífa ljósið bjart og ótti og voni tímanna eru hér sem gleðiskart. María mey hér elur son, mannsmynd frá jörðu ofar, meðan…

Hvers barn er það

Hvers barn er það (Lag / texti: erlent lag / Rúnar Júlíusson) Hvers barn er það er hvíldi sig í kjöltu Maríu, sofandi, er englar fagna með englasöng og hirðar gæta á meðan? Hér, hér Kristur konungur. Hirðir gæta við englasöng. Vér, vér lofum hann, Barnið, son af Maríu. Hér, hér Kristur konungur. Hirðir gæta…

Friður á jörð

Friður á jörð (Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertson) Friður á jörð því frelsarinn er fæddur enn á ný. Því gleðst með Guði þjóð og syngur gleðiljós og heimur fagnar því. Alheimur fagnar því. Á himni og jörð er hátíð ný. Friður á jörð því fyrirheit við fáum enn á ný um bætta’…

Þrettándasöngur

Þrettándasöngur (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs) Álfabrennum að allir þyrpast enn. Kveðja kát þar jólin kynleg tröll og menn. viðlag Dunar álfadans dátt við söng og spil. Gaman, gaman er og gott að vera til. Á þrettándanum burt þjóta dýrðleg jól. Sumardraumar vakna um sælutíð og sól. viðlag Jólasveinar nú jaga á fjöllin heim. Með…

Í vetur koma jól

Í vetur koma jól (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Jenna Jensdóttir) Loft er þrungið þoku, þögult er um kring. Bliknuð eru blómin, blánað hnígur lyng. Fellur snjór á fjöllin, fjaran verður auð. Kröftugt er á kvöldin kaldra storma nauð. Hertekur nú húmið hug, er þráir sól, en víst er vert að muna: í vetur…

Hvít er borg og bær

Hvít er borg og bær (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Erla Þórdís Jónsdóttir)   Hvít er borg og bær, bjartur jólasnær hylur kaldan svörð, hýst er bóndans hjörð. Kirkjan kallar enn, Kristi fagna menn, á jólahátíð gefi Guð gleði‘ og frið á jörð. viðlag Ljúfan óm, helgan hljóm, heim frá kirkju ber. Hringt er…

Jólin eru að koma [1]

Jólin eru að koma (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Guðrún Jóh. frá Brautarholti) Gaman er og gaman í grænum silkikjól. Í húsið eru’ að koma hin hátíðlegu jól. Kertaljósin loga og lýsa eins og sól. Afi minn og amma þau eru nú svo fín. Pabbi’ og mamma fara í sparifötin sín. Og Alli’ er…

Hin fyrstu jól

Hin fyrstu jól (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Kristján frá Djúpalæk) Það dimmir og hljóðnar í Davíðsborg. Í dvala sig strætin þagga. Í bæn hlýtur svölun brotleg sál frá brunni himneskra dagga. Öll jörðin er sveipuð jólasnjó og jatan er ungbarns vagga. Og stjarna skín gegnum skýjahjúp með skærum, lýsandi bjarma, og inn í…

Jólaþula

Jólaþula (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs / Ólöf Jónsdóttir) Ég sé ykkur, sé ykkur, broshýr á brá í borg og í sveitum, stór og smá, börnin svo leikandi glöð og góð með gjafir, sem fylla dýran sjóð. Þið kveikið á litlum kertisstúf og komið með ljósin stillt og prúð þangað sem myrkur í mannheimi býr,…

Jólabros í jólaös

Jólabros í jólaös (Lag / texti: Ingibjörg Þorbergs) Jólabros í jólaös, því jólaskapi fólk er í. Jólasöngvar, jólagleði, jólasnjór! Við fögnum því. viðlag Jólin hér, jólin þar. Jólin þau eru alls staðar. Jólasvein með jólapoka‘ á jólasleða rétt ég leit. Sánkti Kláus sjálfur var það sér að hraða um borg og sveit. viðlag Íslandssveinar allir…

Sjá, morgunstjarnan blikar blíð

Sjá, morgunstjarnan blikar blíð (Lag / texti: erlent lag / Helgi Hálfdánarson) Sjá morgunstjarnan blikar blíð, sem boðar náð og frelsi lýð og sannleiks birtu breiðir. Þú blessun heims og harmabót, þú heilög grein af Jesse rót, mig huggar, lífgar, leiðir. Jesú, Jesú, líknin manna, lífið sanna, ljósið bjarta, þér ég fagna, hnoss míns hjarta.…

Klukknahljóm

Klukknahljóm (Lag – texti: erlent lag / Loftur Guðmundsson) Þótt ei sjái sól sneypar jarðarból hug og hjarta sérhvers manns heilög birta um jól. Mjöllin heið og hrein hylur laut og stein á labbi má þá löngum sjá lítinn jólasvein. viðlag Klukknahljóm, klukknahljóm, óma fjöll og fell. Klukknahljóm, klukknahljóm ber á bláskinns svell. Stjarnan mín,…