Jólakort

Jólakort
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson)

Ég í kassanum kortið þitt fann
og með klökkva það horfði ég á,
samt er ástin sem áður þér brann
orðinn reykur í fjarska að sjá.

Víst er pappírinn gamall og grár
en ég get ef ég set það við ljós
fundið örlítið far eftir tár
eins og fölnaðan skugga af rós.

Mín reiði er horfin, mín sárindi, gremja og sorg
og ég sendi þér kveðju er jólanna helgi
hér færist á stræti og torg.

Gefist þér nú – Gleðileg jól!
Bið að gæfan hún gefi þér nú
gleðileg jól!

Víst er pappírinn gamall og grár
en ég get ef ég set það við ljós
fundið örlítið far eftir tár
eins og fölnaðan skugga af rós.

Mín reiði er horfin, mín sárindi, gremja og sorg
og ég sendi þér kveðju er jólanna helgi
hér færist á stræti og torg.

Gefist þér nú – Gleðileg jól!
Bið að gæfan hún gefi þér nú
gleðileg jól!

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]