Agnarlítill angi

Agnarlítill angi
(Lag / texti: erlent lag / Þrándur Thoroddsen)

Það var hinn fyrsta jóladag
að gjöf hlaut veröld grá
og gjöfin hún var lítill sveinn
sem þar í jötu lá.
Á jörðu hérna meðal okkar
síðar hann sást
og sjálfur færi mér og þér
að gjöf sína ást.

viðlag
Það varð að fæðast agnarlítill angi
svo allur gæti heimurinn breyst.
Það varð að fæðast hérna agnarlítill angi
sem okkar fengi þjáningar leyst.

Það barn er sönnun þess að hérna
gerast undur enn,
þann anga litla sendi Guð
að frelsa hrjáða menn
en hirðingjar í Betlehem
það barnið fundu smátt
sem blessun sína færði okkur
ljós og ástarmátt.

viðlag

Og litla barnsins fæðingu
við fögnum hvert ár
færum gjafir huggun veitum,
þerrum öll tár
en besta gjöf sem okkur
þó auðnaðist að fá
er angi sá er forðum
þar í jötunni lá.

viðlag

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]