Jólafrí

Jólafrí
(Lag / texti: Magnús Kjartansson / Birgir Svan Símonarson)

Jólaball við vöngum síðasta dans,
ég vil svífa um í örmunum hans,
undurblíðir tónar, tært lokalag,
ég vil svífa fram á næsta dag.

Skólinn skreyttur sérhver gluggi og gátt,
friðarljósin sem að boða‘ öllum sátt,
undurblíðir tónar, síðasti dans,
ég vil svífa um í örmunum hans.

viðlag
Jólafrí hátíð ný,
gleði býr hjörtum í
eins og lifandi ljós,
fagurt orð undir rós.
Jólafrí hátíð ný,
gleði býr hjörtum í,
bara ef lokalag
ómaði fram á dag.

Sveitt við förum út í stjörnubjart kvöld,
leiðumst tvö og tvö um strætin svo köld
og á zebrabraut ég kyssti þig laust,
ekkert slys af þessu frumhlaupi hlaust.

Uppá hanabjálka höfnuðum seint,
slíka helgistund ég hafði‘ ekki reynt
og ég setti‘ á fóninn blítt lokalag
sem að hljómaði nú við þennan brag.

viðlag

Og við áttum margan ástarfund,
allir enduðu á svipaða lund,
að ég setti á fóninn blítt lokalag
sem að ómar nú við þennan brag.

viðlag

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]