Faxar – Efni á plötum

Faxar – More / I am [ep] Útgefandi: His Masters‘s voice Útgáfunúmer: HMW AL 6149 Ár: 1967 1. More 2. I am Flytjendur: Al Bishop – söngur Faxar: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Ótukt (1996-2000)

Gleðisveitin Ótukt var starfrækt um nokkurra ára skeið fyrir aldamótin síðustu. Sveitin var kvennasveit og gerði út á að spila ábreiðulög sem aðrar sveitir höfðu ekki endilega á prógrammi sínu. Sveitin var upphaflega sett saman fyrir eina stutta uppákomu um haustið 1996 en hlaut svo góðar undirtektir að ekki var aftur snúið og hún starfaði…

Óttar Felix Hauksson (1950-)

Óhætt er að tala um Óttar Felix Hauksson sem athafnamann en hann fer mikinn í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur, hvort sem það tengist tónlist eða öðru. Óttar Felix fæddist 1950, hann söng í kór á barnsaldri og mun hafa afrekað að syngja einsöng með þeim kór í útvarpsútsetningu. Á unglingsárum mun…

Óttablandin virðing (1991)

Óttablandin virðing var skammlíf hljómsveit starfandi sumarið 1991 en þrír meðlimir hennar höfðu verið viðloðandi uppfærslu Menntaskólans við Hamrahlíð á söngleiknum Rocky horror picture show veturinn á undan. Þremenningarnir voru Kristján Eldjárn gítarleikari, Guðjón Bergmanna söngvari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari en auk þeirra voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari og Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari í Óttablandinni virðingu.

Óvænt ánægja [2] (1994)

Óvænt ánægja var hljómsveit starfandi á Akureyri. Meðlimir hennar voru Ármann Einarsson, Haukur Pálmason og Ingvar Valgeirsson en ekki liggur fyrir hvaða hlutverk hver og einn hafði í sveitinni. Sveitin var að öllum líkindum skammlíf.

Óvænt ánægja [1] (um 1990)

Hljómsveit sem bar nafnið Óvænt ánægja mun hafa verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu um 1990. Litlar upplýsingar er að hafa um þessa sveit en Bergþór Morthens var gítarleikari í henni, hugsanlega var Sævar Sverrisson söngvari hennar en annað liggur ekk ifyrir um hana. Allar frekari upplýsingar óskast um hljómsveitina Óvænta ánægju.

Óvissa (1968-71)

Óvissa var ballsveit ættuð frá Akureyri, starfandi í kringum 1970. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1968 og voru meðlimir hennar Sævar Benediktsson bassaleikari, Kristján Guðmundsson orgel- og gítarleikari, Gunnar Ringsted gítarleikari, Freysteinn Sigurðsson söngvari og Árni Friðriksson trommuleikari. Einnig gæti Þorleifur Jóhannsson hafa komið við sögu hennar. Óvissa lék nokkuð opinberlega á Akureyri en…

Óvera (1971)

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971, sveitin var starfandi í nokkra mánuði að minnsta kosti eftir sigurinn í keppninni en varð líklega fremur skammlíf. Vitað er að Gunnar Ingvarsson trommuleikari og Hinrik Axelsson bassaleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar liggja fyrir um aðra Óveru-liða…

Óþekkt ánægja (1984)

Óþekkt ánægja var í rauninni hljómsveitin Egó í andaslitrunum sumarið 1984. Bubbi Morthens var þá hættur í sveitinni en aðrir meðlimir þessarar útgáfu voru Rúnar Erlingsson bassaleikari, Gunnar Rafnsson hljómborðsleikari og Bergþór Morthens gítarleikari en Sævar Sverrison söngvari og Bergsteinn Björgúlfsson trymbill bættust í hana þarna á endasprettinum. Þór Freysson gítarleikari mun einnig eitthvað hafa…

Afmælisbörn 29. október 2017

Að þessu sinni eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorvaldur Halldórsson söngvari frá Siglufirði er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Þorvald þekkja auðvitað allir fyrir lagið Á sjó, sem gefið var út 1966 en þá þegar var hann orðinn einn ástsælasti söngvari landsins. Þorvaldur lék á gítar og bassa, og söng með sveitum…

Afmælisbörn 28. október 2017

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötugur í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem hann hefur starfað með…

Afmælisbörn 27. október 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni: Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari úr Sálinni hans Jóns míns er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Jens vakti fyrst athygli með Das Kapital þar sem hann lék saxófónssólóið í laginu Blindsker en síðar lék hann með hljómsveitum eins og Faraldi, Strákunum, Lost, Klakabandinu, Fínt fyrir þennan…

Taugadeildin (1980-81)

Taugadeildin er ein þeirra sveita sem náði að senda frá sér plötu á pönk- og nýbylgjuskeiðinu um og eftir 1980, hún varð þó ekki langlíf fremur en margar sveitir þess tíma. Upphaflega var um dúett að ræða en þeir Árni Daníel Júlíuson bassaleikari og Óskar Þórisson söngvari byrjuðu að vinna tónlist saman með aðstoð trommuheila…

Afmælisbörn 26. október 2017

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar að þessu sinni eru: Ragnar Danielsen hjartalæknir og fyrrverandi Stuðmaður er sextíu og sex ára gamall í dag. Ragnar var einn af þeim sem fyrst skipuðu þá sveit sem síðar var kölluð hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn. Sú útgáfa sveitarinnar sendi löngu síðar frá sér plötu undir nafninu Frummenn en Ragnar hefur…

Afmælisbörn 25. október 2017

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Ingibjörg Þorbergs tónlistarkona er níræð í dag. Ingibjörg kom snemma að tónlist, hún söng t.d. í barnakórnum Sólskinsdeildinni og söng einsöng með honum einhverju sinni. Hún lærði síðan á gítar og píanó, lauk tónmenntakennaraprófi og varð fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi á klarinettu. Ingibjörg söng fjölmörg þekkt lög inn á…

Classic (1966-67)

Hljómsveitin Classic var stofnuð upp úr annarri sveit sem bar heitið Alto, og starfaði hún 1966 og 67. Meðlimir Classic voru Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Guðmundur Sigurðsson söngvari og bassaleikari, Gunnar Hübner trommuleikari og Hörður Friðþjófsson gítarleikari. Einnig mun hafa verið annar gítarleikari í sveitinni en upplýsingar vantar um nafn hans. Classic starfaði…

Alto [2] (1965-66)

Hljómsveitin Alto var starfandi í Kennaraskólanum árin 1965 og 66, í fyrstu sem skólahljómsveit. Meðlimir sveitarinnar voru Gísli Baldvinsson trommuleikari, Guðmundur Óli Sigurgeirsson söngvari og hljómborðsleikari, Hermann [?] bassaleikari, Hörður Friðþjófsson gítarleikari, Hallur Páll Jónsson gítarleikari og Þóra Grímsdóttir söngkona. Einnig gætu hafa komið við sögu söngvararnir Baldvin [?] og Anna Fugaro. Sveitin varð fremur…

Ósómi (1982)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Ósóma enda mun hún hafa verið skammlíf sveit og e.t.v. ekki spilað opinberlega utan þess er hún kom fram á Risarokk tónleikunum sem haldnir voru í Laugardalshöllinni haustið 1982. Ósómi hafði að geyma meðlimi úr pönksveitunum Q4U og Sjálfsfróun en sveitirnar tvær höfðu komið fram í kvikmyndinni Rokk…

Óskastundin [safnplöturöð] (2002-05)

Fjórar plötur komu út í safnplötuseríunni Óskastundinni sem út kom á árunum 2002-05. Það var Gerður G. Bjarklind rödd Ríkisútvarpsins sem hafði með val laganna að gera en hver platanna hafði að geyma ákveðið þema. Óskastundin kom út á vegum Íslenskra tóna. Efni á plötum

Óskar Norðmann – Efni á plötum

Óskar Norðmann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1039 Ár: 1930 1. Bergljót 2. Þú ein Flytjendur: Óskar Norðmann – söngur Emil Thoroddsen [?] – píanó Sigurður Markan, Hreinn Pálsson og Óskar Norðmann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 502 Ár: 1930 1. Sverrir konungur 2. Sólseturljóð Flytjendur: Sigurður Markan – söngur Franz…

Óskar Norðmann (1902-71)

Óskar Norðmann (Jónsson) var fyrst og fremst þekktur stórkaupmaður en hann var einnig söngvari og var nokkuð áberandi í sönglífi Reykvíkinga á þriðja áratug síðustu aldar. Óskar fæddist 1902, þótti efnilegur íþróttamaður og lék m.a. knattspyrnu með Víkingi, hann varð síðar m.a.s. formaður félagsins. Hann þótti góður söngvari og þegar hann gekk til liðs við…

Óskar Ingólfsson – Efni á plötum

Íslensk kammer og einleiksverk: Chamber and solo music from Iceland – ýmsir Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-06 Ár: 1987 1. Æfingar fyrir píanó: Sjónhverfing / Slæða / Náttúran / Keisarinn / Páfinn / Krossgötur / Lína / Línudans / Níu / Lukkuhjólið / Ljónatemjan / Sönn ást / Dauði sjónhverfingamannsins / Engillinn / Rökhyggjan /…

Óskar Ingólfsson (1954-2009)

Óskar Ingólfsson var kunnur klarinettuleikari og tónlistarkennari en kom einnig að ýmsum öðrum verkefnum og trúnaðarstörfum innan tónlistarhreyfingarinnar. Óskar fæddist í Reykjavík 1954, lærði á klarinettu hér heima, fyrst hjá Vilhjálmi Guðjónssyni og síðan Gunnari Egilson en hélt síðar til framhaldsnáms í Royal college of music í London, hann lauk þar prófi 1978. Þegar hann…

Óskar Halldórsson – Efni á plötum

Óskar Halldórsson – Les íslenzk ljóð Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 123 Ár: 1979 1. Heimurinn og ég 2. Vor 3. Úr Rubajjat 4. Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu 5. Næturróður 6. Fylgd 7. Hrjóstursins ást 8. Ef til vill 9. Kveld 10. Sigling 11. Í kirkjugarði 12. Söknuður 13. Kóperníkus 14. Gamall þulur 15. Huldur…

Óskar Halldórsson (1921-83)

Fræðimaðurinn Óskar Halldórsson var auðvitað ekki tónlistarmaður en upplestur hans á ljóðum var þekktur og var hann tíður og vinsæll gestur í dagskrá Ríkisútvarpsins á sínum tíma í því samhengi. Óskar var fæddur 1921 í Hjaltastaðaþinghá, fluttist suður til Reykjavíkur og lauk kennara- og stúdentsprófi, varð í framhaldinu cand. mag. í íslenskum fræðum við Háskóla…

Óskar Guðmundsson (1929-2013)

Óskar Guðmundsson var mikils metinn hljómsveitarstjóri á Selfossi en þaðan starfrækti hann vinsæla hljómsveit um árabil. Óskar var frá Blesastöðum á Skeiðum, fæddur 1929, og flutti ungur til Selfoss þar sem hann nam járnsmíði og starfaði við iðn sína. Hann hafði tónlistina í sér og þrátt fyrir að hann nyti ekki tónlistarlegrar menntunar lék hann…

Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…

Óskýrt (1993)

Svo virðist sem rokksveit að nafni Óskýrt (jafnvel Óskírt) hafi starfað sumarið 1993. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Óskastundin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Óskastundin – ýmsir Útgefandi: Íslenskir tónar Útgáfunúmer: IT 079 Ár: 2002 1. María Markan – Lýs, milda ljós 2. Stefán Íslandi – Kirkjuhvoll 3. Einar Kristjánsson – Hamraborgin 4. Þuríður Pálsdóttir – Sofðu unga ástin mín 5. Elsa Sigfúss – Rósin 6. Guðrún Á. Símonar – Svanasöngur á heiði 7. Guðmundur Jónsson og Stefán Íslandi…

Afmælisbörn 24. október 2017

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2017

Eitt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Kveður nú við nýjan tón

Dölli – Upp upp mín sál og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með Laglega lagið [án útgáfunúmers], 2017     Ekki verður annað sagt um Dölla (Sölva Jónsson) en að hann sé afkastamikill tónlistarmaður en platan Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur er fimmta plata hans,…

Afmælisbörn 22. október 2017

Tveir tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og þriggja ára á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við…

Afmælisbörn 21. október 2017

Eitt tónlistartengt afmælisbarn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 20. október 2017

Afmælisbörn dagsins í dag eru þrjú: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er fjörutíu og sex ára gömul í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2017

Þrjú afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er áttatíu og átta ára á þessum degi. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

Afmælisbörn 18. október 2017

Í dag kemur eitt tónlistartengt afmælisbarn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtugur á þessum degi og á því stórafmæli. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og…

Nora Kornblueh – Efni á plötum

Íslensk kammer og einleiksverk: Chamber and solo music from Iceland – ýmsir Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-06 Ár: 1987 1. Æfingar fyrir píanó: Sjónhverfing / Slæða / Náttúran / Keisarinn / Páfinn / Krossgötur / Lína / Línudans / Níu / Lukkuhjólið / Ljónatemjan / Sönn ást / Dauði sjónhverfingamannsins / Engillinn / Rökhyggjan /…

Óperan [félagsskapur] (1966-68)

Óperan var félag áhugafólks um flutning á þess konar tónlistarformi, sem starfaði um þriggja ára tímabil í lok sjötta áratug síðustu aldar, mest líklega fyrir áeggjan Ragnars Björnssonar stjórnanda karlakórsins Fóstbræðra. Óperan var stofnuð um mitt ár 1966 en vegna tafa hófst starfsemin raunverulega ekki fyrr en haustið 1967, þá var óperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti…

Ópera [2] (um 1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Ópera starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Engar upplýsingar finnast um skipan þeirrar sveitar utan þess að Birgir Jóhann Birgisson mun hafa  verið einn meðlima hennar. Ólíklegt er að um sveit sé að ræða og var starfandi fáeinum árum áður undir sama nafni.

Óskabörn (1993-94)

Sönghópurinn Óskabörn var kvartett fjögurra leikara við Þjóðleikhúsið en þau komu fram reglulega veturinn 1993-94 með söngskemmtanir, oft í Leikhúskjallaranum. Óskabörn skipuðu þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Sóley Elíasdóttir og Maríus Sverrisson en þau hættu störfum sumarið 1994 þegar sá síðast taldi fór utan til söngnáms. Aðalheiður Þorsteinsdóttir annaðist undirleik fyrir Óskabörnin.

Ósíris (1975-76)

Hljómsveitin Ósíris frá Norðfirði var í raun hljómsveitin Amon Ra sem þar starfaði um áratugar skeið á áttunda áratug síðustu aldar, en gekk undir Ósíris nafninu veturinn 1975-76. Meðlimir þessarar útgáfu Amon Ra voru Smári Geirsson söngvari, Jón Skuggi Steinþórsson bassaleikari, Guðjón Steingrímsson gítarleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Pjetur S. Hallgrímsson trommuleikari. Þeir félagar…

Órækja (?)

Hljómsveitin Órækja mun hafa verið starfandi á Austfjörðum. Hvenær, hversu lengi, hvar nákvæmlega eða hverjir skipuðu þessa sveit liggur ekki fyrir en allar upplýsingar um hana væru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Óreiða (1999)

Á Selfossi starfaði hljómsveitin Óreiða um tíma en meðlimir hennar voru Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) söngvari og gítarleikari, Ívar Guðmundsson [?] og Arnar Elí Ágústsson [?]. Einnig gæti Baldur Kristinsson hafa verið einn meðlima hennar. Óreiða var allavega starfandi 1999 og hugsanlega lengur.

Óratóríukór Dómkirkjunnar (1972-77)

Óratóríukór Dómkirkjunnar (einnig stundum nefndur Óratóríukórinn í Reykjavík) starfaði um nokkurra ára skeið undir stjórn Ragnars Björnssonar. Kórinn, sem stofnaður var líklega haustið 1972, virðist ekki hafa starfað samfleytt en tók þátt í nokkrum stórum verkefnum, t.a.m. uppfærslu á Stabat mater e. Dvorak árið 1975. Um fimmtíu mann voru í kórnum  en starfsemi hans lagðist…

Óperusmiðjan [félagsskapur] (1990-95)

Óperusmiðjan var félagsskapur söngmenntaðs fólks sem vildi koma sér á framfæri og skapa sér vettvang með sönguppákomum af ýmsu tagi. Félagsskapurinn var stofnaður í ársbyrjun 1990 og var fyrsta verkefnið sett á svið um vorið í samstarfi við leikhópinn Frú Emilíu, Systir Angelica eftir Puccini, í húsnæði í Skeifunni í Reykjavík. Og þannig var starfsemin…

Óskalögin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Óskalögin: 40 vinsæl lög frá 6. og 7. áratugnum – ýmsir (x2) Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: TD 037 Ár:  1997 1. Óðinn Valdimarsson – Ég er kominn heim 2. Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason – Hvert er farið blómið blátt? 3. Þorvaldur Halldórsson – Nú hugsa ég heim 4. Alfreð Clausen – Þórður sjóari 5. Erla…

Óskalögin [safnplöturöð] (1997-2006)

Safnplötuserían Óskalögin var gefin út á vegum Íslenskra tóna (Senu) á árunum 1997-2006 en alls urðu plöturnar tíu talsins. Seríunni var ætlað að gefa mynd af íslenskri dægurlagaflóru frá sjötta áratug síðustu aldar og fram til ársins 2005 og má segja að fjölbreytileikinn sé alls ráðandi á því hálfrar aldar tímabili sem tónlistin spannar. Óskalaga-plöturnar…

Óskalög sjúklinga [annað] (1951-87)

Löng hefð var fyrir óskalagaþáttum í Ríkisútvarpinu hér á árum áður og var einn þeirra kallaður Óskalög sjúklinga en í þeim þætti voru lesnar kveðjur fyrir og frá sjúklingum, og óskalög þeirra leikin í kjölfarið. Meirihluti óskalaganna sem spiluð voru í þættinum, var íslenskur. Þátturinn fór fyrst í loftið haustið 1951 og annaðist Björn R.…