
Óratóríukór Dómkirkjunnar
Óratóríukór Dómkirkjunnar (einnig stundum nefndur Óratóríukórinn í Reykjavík) starfaði um nokkurra ára skeið undir stjórn Ragnars Björnssonar.
Kórinn, sem stofnaður var líklega haustið 1972, virðist ekki hafa starfað samfleytt en tók þátt í nokkrum stórum verkefnum, t.a.m. uppfærslu á Stabat mater e. Dvorak árið 1975. Um fimmtíu mann voru í kórnum en starfsemi hans lagðist af 1977.