Ólétt ´93 [tónlistarviðburður] (1993)

Ólétt ´93 var nafn á óháðri listahátíð sem haldin var í Reykjavík sumarið 1993. Þar kenndi ýmissa grasa og var tónlist gert hátt undir höfði í bland við aðra listviðburði en ótal tónlistaruppákomur voru haldnir á þeim átján dögum er hátíðin stóð í júní mánuði. Tónlistarviðburðir með „æðri“ tónlist og aðrir viðburðir þar sem „lágmenningin“…

Ólafur Þórðarson – Efni á plötum

Ólafur Þórðarson – Í morgunsárið Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 54 Ár: 1977 1. Fía 2. Í morgunsárið 3. Gunna góða 4. Óvænt auðlegð 5. Sjaddi mollo 6. Í dag 7. Piccaló 8. Feykir laufi 9. Karlinn undir klöppunum 10. Fóti-Tóti 11. kamalando Flytjendur: Karl Sighvatsson – rafmagnspíanó, orgel og píanó Ragnar Sigurjónsson – trommur og…

Ólafur Þórðarson (1949-2011)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Þórðarson er flestum kunnur, hann var meðlimur Ríó tríósins, Kuran Swing og South River band og gaf auk þess út tvær sólóplötur, hann var í forsvari fyrir þjóðlagaunnendur hérlendis sem og djassáhugamenn, starfrækti umboðsskrifstofu og kom að ýmsum hliðum íslensks tónlistarlífs. Ólafur (Tryggvi) Þórðarson fæddist 1949 á Akureyri en fluttist síðan í Kópavoginn…

Óli P og svörtu sveskjurnar (?)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Óla P og svörtu sveskjurnar, utan að Halldór Lárusson var trymbill í þessari sveit. Þessi sveit var að líkindum starfandi á níunda áratug síðustu aldar.

Óli Madda (1982)

Óli Madda var að öllum líkindum hljómsveit, starfandi í Kópavogi árið 1982. Allar upplýsingar um hana óskast sendar Glatkistunni.

Óli Fink (1972-73)

Hljómsveitin Óli Fink starfaði um tveggja ára skeið á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu sumir hverjir að verða áberandi í íslensku tónlistarlífi, og víðar reyndar. Óli Fink var stofnuð í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði, líklegast um haustið 1972 en sveitin starfaði þann vetur í skólanum.…

Óli blaðasali – Efni á plötum

Guðmundur Rúnar Lúðvíksson / Óli blaðasali – Í fréttum er þetta helst… [snælda] Útgefandi: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Útgáfunúmer: [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1990 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Guðmundur Rúnar Lúðvíksson – söngur og gítar Páll Pálsson – bassi Steingrímur Guðmundsson – trommur [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Óli blaðasali (1990-92)

Hljómsveitin Óli blaðasali (einnig nefnd Tríó Óla blaðasala / Hljómsveit Óla blaðasala) gerði út á pöbbaspilamennsku og starfaði um tveggja ára skeið í upphafi tíunda áratugarins, sveitin lék mestmegnis á Nillabar í Hafnarfirði. Meðlimir Óla blaðasala voru Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Guðmundsson trommuleikari og Páll Pálsson bassaleikari. Sveitin sendi frá sér þrettán…

Ómar [3] (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Ómar! starfaði innan veggja Menntaskólans í Reykjavík 1991 og sendi þá frá sér lag sem bar heitið Smákvæði um eyrnarbrotið milta og kom út á tveggja laga split-smáskífu (svokallaðri flexiplötu), hitt lag plötunnar var gamli smellurinn Ó ljúfa líf í flutningi Flosa Ólafssonar og Pops. Skífan mun hafa fylgt aðgöngumiða að…

Ómar [2] (1964-68)

Hljómsveitin Ómar frá Reyðarfirði var dæmigerð hljómsveit á landsbyggðinni sem sinnti sinni heimabyggð og nágrannabyggðalögum með sóma, lék á dansleikjum fyrir alla aldurshópa og var skipuð meðlimum á ýmsum aldri. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Ómar var stofnuð, sumar heimildir segja hana stofnaða 1964 en saga hennar gæti náð allt aftur til ársins 1962 eða…

Ómar [1] (1965)

Hljómsveitin Ómar frá Ólafsvík er nefnd í dagblaði vorið 1965 og er sögð hafa verið stofnuð þá um veturinn. Engar aðrar heimildir er hins vegar að finna um sveit með þessu nafni frá Ólafsvík og er því hér giskað á að nafn hljómsveitarinnar Ómó hafi verið misritað en hún var starfrækt í bænum um svipað…

Ólund (1997)

Hljómsveitin Ólund starfaði á Akureyri vorið 1997, líklega í menntaskólanum þar í bæ. Litlar upplýsingar er að hafa um þessa sveit en þó liggur fyrir að Karl Henrý Hákonarson [söngvari?] og Magnús Rúnar Magnússon trommuleikari voru í henni. Um aðra meðlimi er ekkert vitað en upplýsingar um þá óskast sendar Glatkistunni.

Afmælisbörn 2. október 2017

Afmælisbörn dagsins eru fjögur í dag, þetta er dagur trommuleikara: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og sex ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím, Hitchcock, Jónatan…