Ómar [3] (1993)

Hljómsveitin Ómar kemur fyrir á árshátíðarplötu Menntaskólans í Reykjavík, Dagar víns og rósa, sem út kom 1993. Ekki liggur fyrir hvort um starfandi sveit var að ræða innan veggja skólans eða einstakt verkefni undir þessu nafni.

Meðlimir Óma á plötunni voru Jónas Sv. Hauksson söngvari, Frank Þórir Hall gítarleikari, Guðmundur Steingrímsson hljómborðsleikari, Eiríkur Þórleifsson bassaleikari og Kjartan Guðnason slagverks- og trommuleikari. Einnig sungu bakraddir með sveitinni Kristbjörg Kari Sólmundardóttir og Margrét Sigurðardóttir.

Hópurinn myndaði um svipað leyti hljómsveitina Skárren ekkert (síðar Ske).