Nora Kornblueh – Efni á plötum

Íslensk kammer og einleiksverk: Chamber and solo music from Iceland – ýmsir Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM-5-06 Ár: 1987 1. Æfingar fyrir píanó: Sjónhverfing / Slæða / Náttúran / Keisarinn / Páfinn / Krossgötur / Lína / Línudans / Níu / Lukkuhjólið / Ljónatemjan / Sönn ást / Dauði sjónhverfingamannsins / Engillinn / Rökhyggjan /…

Óperan [félagsskapur] (1966-68)

Óperan var félag áhugafólks um flutning á þess konar tónlistarformi, sem starfaði um þriggja ára tímabil í lok sjötta áratug síðustu aldar, mest líklega fyrir áeggjan Ragnars Björnssonar stjórnanda karlakórsins Fóstbræðra. Óperan var stofnuð um mitt ár 1966 en vegna tafa hófst starfsemin raunverulega ekki fyrr en haustið 1967, þá var óperan Ástardrykkurinn eftir Donizetti…

Ópera [2] (um 1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Ópera starfaði um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Engar upplýsingar finnast um skipan þeirrar sveitar utan þess að Birgir Jóhann Birgisson mun hafa  verið einn meðlima hennar. Ólíklegt er að um sveit sé að ræða og var starfandi fáeinum árum áður undir sama nafni.

Óskabörn (1993-94)

Sönghópurinn Óskabörn var kvartett fjögurra leikara við Þjóðleikhúsið en þau komu fram reglulega veturinn 1993-94 með söngskemmtanir, oft í Leikhúskjallaranum. Óskabörn skipuðu þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Sóley Elíasdóttir og Maríus Sverrisson en þau hættu störfum sumarið 1994 þegar sá síðast taldi fór utan til söngnáms. Aðalheiður Þorsteinsdóttir annaðist undirleik fyrir Óskabörnin.

Ósíris (1975-76)

Hljómsveitin Ósíris frá Norðfirði var í raun hljómsveitin Amon Ra sem þar starfaði um áratugar skeið á áttunda áratug síðustu aldar, en gekk undir Ósíris nafninu veturinn 1975-76. Meðlimir þessarar útgáfu Amon Ra voru Smári Geirsson söngvari, Jón Skuggi Steinþórsson bassaleikari, Guðjón Steingrímsson gítarleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Pjetur S. Hallgrímsson trommuleikari. Þeir félagar…

Órækja (?)

Hljómsveitin Órækja mun hafa verið starfandi á Austfjörðum. Hvenær, hversu lengi, hvar nákvæmlega eða hverjir skipuðu þessa sveit liggur ekki fyrir en allar upplýsingar um hana væru vel þegnar og óskast sendar Glatkistunni.

Óreiða (1999)

Á Selfossi starfaði hljómsveitin Óreiða um tíma en meðlimir hennar voru Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) söngvari og gítarleikari, Ívar Guðmundsson [?] og Arnar Elí Ágústsson [?]. Einnig gæti Baldur Kristinsson hafa verið einn meðlima hennar. Óreiða var allavega starfandi 1999 og hugsanlega lengur.

Óratóríukór Dómkirkjunnar (1972-77)

Óratóríukór Dómkirkjunnar (einnig stundum nefndur Óratóríukórinn í Reykjavík) starfaði um nokkurra ára skeið undir stjórn Ragnars Björnssonar. Kórinn, sem stofnaður var líklega haustið 1972, virðist ekki hafa starfað samfleytt en tók þátt í nokkrum stórum verkefnum, t.a.m. uppfærslu á Stabat mater e. Dvorak árið 1975. Um fimmtíu mann voru í kórnum  en starfsemi hans lagðist…

Óperusmiðjan [félagsskapur] (1990-95)

Óperusmiðjan var félagsskapur söngmenntaðs fólks sem vildi koma sér á framfæri og skapa sér vettvang með sönguppákomum af ýmsu tagi. Félagsskapurinn var stofnaður í ársbyrjun 1990 og var fyrsta verkefnið sett á svið um vorið í samstarfi við leikhópinn Frú Emilíu, Systir Angelica eftir Puccini, í húsnæði í Skeifunni í Reykjavík. Og þannig var starfsemin…

Óskalögin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Óskalögin: 40 vinsæl lög frá 6. og 7. áratugnum – ýmsir (x2) Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: TD 037 Ár:  1997 1. Óðinn Valdimarsson – Ég er kominn heim 2. Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason – Hvert er farið blómið blátt? 3. Þorvaldur Halldórsson – Nú hugsa ég heim 4. Alfreð Clausen – Þórður sjóari 5. Erla…

Óskalögin [safnplöturöð] (1997-2006)

Safnplötuserían Óskalögin var gefin út á vegum Íslenskra tóna (Senu) á árunum 1997-2006 en alls urðu plöturnar tíu talsins. Seríunni var ætlað að gefa mynd af íslenskri dægurlagaflóru frá sjötta áratug síðustu aldar og fram til ársins 2005 og má segja að fjölbreytileikinn sé alls ráðandi á því hálfrar aldar tímabili sem tónlistin spannar. Óskalaga-plöturnar…

Óskalög sjúklinga [annað] (1951-87)

Löng hefð var fyrir óskalagaþáttum í Ríkisútvarpinu hér á árum áður og var einn þeirra kallaður Óskalög sjúklinga en í þeim þætti voru lesnar kveðjur fyrir og frá sjúklingum, og óskalög þeirra leikin í kjölfarið. Meirihluti óskalaganna sem spiluð voru í þættinum, var íslenskur. Þátturinn fór fyrst í loftið haustið 1951 og annaðist Björn R.…

Afmælisbörn 17. október 2017

Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtug í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla var einnig í dúettnum Þær tvær sem gaf út efni á sínum…