Óskabörn (1993-94)

Óskabörn ásamt undirleikara

Sönghópurinn Óskabörn var kvartett fjögurra leikara við Þjóðleikhúsið en þau komu fram reglulega veturinn 1993-94 með söngskemmtanir, oft í Leikhúskjallaranum.

Óskabörn skipuðu þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hinrik Ólafsson, Sóley Elíasdóttir og Maríus Sverrisson en þau hættu störfum sumarið 1994 þegar sá síðast taldi fór utan til söngnáms. Aðalheiður Þorsteinsdóttir annaðist undirleik fyrir Óskabörnin.