Ómar Ragnarsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en í hverjum mánuði bætast við upplýsingar um 30-50 hljómsveitir, kóra, tónlistarfólk og annað sem tengist íslenskri tónlistarsögu. Meðal þekkts tónlistarfólks sem bæst hefur í gagnagrunninn undanfarnar vikur má nefna kamelljónið Ómar Ragnarsson, Ólaf Gauk Þórhallsson, Þuríði Pálsdóttur, Þuríði Sigurðardóttur og Óðin Valdimarsson (sem er auðvitað þekktastur fyrir lagið Er…

Ómar [4] (1996)

Hljómsveit með þessu nafni var starfandi sumarið 1996 og lék þá einkum fyrir gesti í Úthlíð í Biskuptungunum. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.  

Ómar Óskarsson – Efni á plötum

Ómar Óskarsson – Middle class man Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 023 Ár: 1974 1. Our deal 2. Days of joy 3. My brandy 4. Robbie 5. Uncle Donald 6. Boy and a fish 7. Dont cry sky 8. Getting out 9. Middle class man 10. Lynn Ellen 11. Then and now 12. Thank you…

Ómar Óskarsson (1953-)

Nafn Ómars Óskarssonar var nokkuð þekkt á áttunda áratug liðinnar aldar en hann var þá aðal lagasmiður hljómsveitarinnar Pelican og átti stórsmelli sem enn heyrast í útvarpi og víðar. Ómar sendi frá sér sólóplötur síðar en hefur lítið haft sig í frammi í tónlistinni undanfarin ár. (Bergsteinn) Ómar fæddist 1953 og skaut fyrst upp kollinum…

Óp (1999)

Hljómsveitin Óp var starfrækt árið 1999 og keppti það haust í Rokkstokk hljómsveitakeppninni sem haldin var í Keflavík. Litlar upplýsingar er að finna um Óp, aðrar en að hún var úr Reykjavík og að tveir meðlima hennar voru Arnar Hreiðarsson bassaleikari og Þráinn Óskarsson hljómborðsleikari (Kimono, Hudson Wayne o.fl.), þeir tveir unnu til viðurkenninga sem…

Ónýta gallerýið – Efni á plötum

Ónýta gallerýið – Auðvirðilegur koss frá bjánanum rósrauða [snælda] Útgefandi: Ísafjörður über alles / Gilitrutt Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1984 1. Kaluea part vonn 2. I sigepleje 3. Símtólið á trénu 4. Hr. Zanders 5. Draumur sjálfukóngsins 6. Franska jómfrúin 7. Kaluea part tú 8. Magaverkur 9. Læknisferð Tummundar 10. Tákn frá Kúla 11. Endaþarmur…

Ónýta gallerýið (1984)

Dúóið Ónýta gallerýið starfaði á Ísafirði um miðjan níunda áratuginn og sendi árið 1984 frá sér kassettuna Auðvirðilegur koss frá bjánanum rósrauða. Meðlimir Ónýta gallerýsins voru þeir Sigurjón Kjartansson og Gísli Örn Þórólfsson, og flokkaðist tónlist þeirra undir eins konar nýbylgju. Það var útgáfufyrirtæki Sigurjóns, Ísafjörður über alles sem gaf kassettuna út. Efni á plötum

Ónefni (1983)

Hljómsveitin Ónefni starfaði í Hafnarfirði á fyrri hluta ársins 1983 og lék eins konar djasstónlist. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en leiða má getum að því að þeir hafi verið fremur ungir að árum. Allar tiltækar upplýsingar óskast því um Ónefni.

Ómó (1964-65)

Hljómsveitin Ómó var starfrækt í Ólafsvík 1964 og 65 en meðlimir hennar voru bræðurnir og gítarleikararnir Snorri Böðvarsson og Sturla Böðvarsson (síðar þingmaður og ráðherra), Trausti Magnússon bassaleikari, Kristmar J. Arnkelsson saxófónleikari og Stefán Alexandersson trommuleikari. Ómó breytti nafni sínu í Þyrnar, líklega haustið 1965.

Ómar Valdimarsson (1950-)

Mannfræðingurinn (Valdimar) Ómar Valdimarsson var þjóðþekktur og áberandi í íslensku tónlistarlífi um og upp úr 1970. Ómar (f. 1950) vakti fyrst athygli sem söngvari og ásláttarleikari þjóðlagasveitarinnar Nútímabarna 1968, litlu síðar var hann í forsvari fyrir Vikivaka sem var áhugaklúbbur um þjóðlagatónlist, og annaðist einnig tónleikahald og kynningar af ýmsu tagi tengt tónlist. Sjálfur gaf…

Ómar Ragnarsson (1940-)

Það er óhætt að segja að Ómari (Þorfinni) Ragnarssyni verði ekki gerð skil í stuttu máli, svo víða kemur hann við í íslensku dægur- og menningarlífi. Ómar er kunnur fréttamaður, umhverfisverndarsinni, þáttagerðamaður, laga- og textahöfundur, rallökumaður, tónlistarmaður, flugmaður og sprellari svo nokkur dæmi séu hér nefnd en óneitanlega rís tónlistarferill hans hæst í þessari umfjöllun…

Ómar Ragnarsson – Efni á plötum

Ómar Ragnarsson – Mér er skemmt / Botníuvísur [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 –1008 Ár: 1960 1. Mér er skemmt 2. Botníuvísur Flytjendur: Ómar Ragnarsson – söngur Jónas Jónasson – leikur Gunnar Eyjólfsson – leikur Hljómsveit Jan Morávek: – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] Ómar Ragnarsson – Ást, ást, ást – Sveitaball [ep]…

Ópera [1] (1976-79)

Ballsveitin Ópera starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst í Þorlákshöfn en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafði starfað um tíma undir nafninu Clítores en breytti nafni sínu í Ópera haustið 1976, þá voru í henni Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Ómar B. Ásbergsson söngvari og gítarleikari, Hjörleifur Brynjólfsson bassaleikari og Sigurvin Þórkelsson trommuleikari. Ópera var…

Óp Lárusar (1988)

Eyjasveitin Óp Lárusar starfaði í Vestmannaeyjum 1988 og lék m.a. á Þjóðhátíð það sumar. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Pétur Erlendson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jón Kr. Snorrason bassaleikari og Óskar Sigurðsson trommuleikari. Víðir Þráinsson hljómborðs- og saxófónleikari bættist líklega í hópinn og svo virðist sem Róbert Marshall (síðar fjölmiðla- og alþingismaður) hafi…

Afmælisbörn 10. október 2017

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…