Ómó (1964-65)

Ómó frá Ólafsvík

Hljómsveitin Ómó var starfrækt í Ólafsvík 1964 og 65 en meðlimir hennar voru bræðurnir og gítarleikararnir Snorri Böðvarsson og Sturla Böðvarsson (síðar þingmaður og ráðherra), Trausti Magnússon bassaleikari, Kristmar J. Arnkelsson saxófónleikari og Stefán Alexandersson trommuleikari.

Ómó breytti nafni sínu í Þyrnar, líklega haustið 1965.