Sigurður Höskuldsson (1951-)

Sjómaðurinn Sigurður Kr. Höskuldsson eða Siggi Hösk eins og hann er yfirleitt kallaður er líkast til þekktasti tónlistarmaður Ólafsvíkur en hann hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur og í samstarfi við aðra, sem og starfað með mörgum hljómsveitum í þorpinu – þeirra á meðal má nefna Klakabandið sem hefur starfað þar í áratugi. Sigurður Kristján…

Box [2] (1990-91)

Hljómsveitin Box frá Ólafsvík starfaði í kringum 1990 og að öllum líkindum lengur því hún var endurreist 1990 og lék þá m.a. á dansleik um áramótin 1990-91. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús G. Ólafsson söngvari og gítarleikari, Geir Hörður Ágústsson trommuleikari og söngvari, Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Ágúst Sigurlaugsson hljómborðs- og saxófónleikari. Allar nánari upplýsingar…

Tónól (2001)

Hljómsveitin Tónól starfaði árið 2001 og var að öllum líkindum ballsveit, hún var líklega starfrækt í Ólafsvík. Allar upplýsingar varðandi þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Ómó (1964-65)

Hljómsveitin Ómó var starfrækt í Ólafsvík 1964 og 65 en meðlimir hennar voru bræðurnir og gítarleikararnir Snorri Böðvarsson og Sturla Böðvarsson (síðar þingmaður og ráðherra), Trausti Magnússon bassaleikari, Kristmar J. Arnkelsson saxófónleikari og Stefán Alexandersson trommuleikari. Ómó breytti nafni sínu í Þyrnar, líklega haustið 1965.

Ómar [1] (1965)

Hljómsveitin Ómar frá Ólafsvík er nefnd í dagblaði vorið 1965 og er sögð hafa verið stofnuð þá um veturinn. Engar aðrar heimildir er hins vegar að finna um sveit með þessu nafni frá Ólafsvík og er því hér giskað á að nafn hljómsveitarinnar Ómó hafi verið misritað en hún var starfrækt í bænum um svipað…

Þyrnar [1] (1966)

Hljómsveitin Þyrnar var frá Ólafsvík og lék bítlatónlist fyrir heimamenn og nærsveitunga um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Þyrnar var stofnuð upp úr Ómó sem var líklega að mestu skipuð sömu meðlimum en þeir voru Snorri Böðvarsson gítarleikari, Trausti Magnússon bassaleikari, Stefán Alexandersson trommuleikari og Sturla Böðvarsson gítar- og harmonikkuleikari en sá síðast taldi var…

Þúfnabanar (um 1980)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Þúfnabana en hún starfaði á Snæfellsnesinu, að öllum líkindum í Ólafsvík. Sveitin starfaði líklega í kringum 1980, nákvæmlega liggur þó ekki fyrir. Takmarkaðar upplýsingar er ennfremur að finna um meðlimi hennar, Sveinn Þór Elínbergsson var trommuleikari hennar og Jens Hansson saxófónleikari lék um tíma með henni einnig en…

Diamonds (um 1960-70)

Hljómsveitin Diamonds var frá Hellissandi og starfaði á sjöunda áratug liðinnar aldar. Yfirleitt var sveitin skipuð þeim Alfreð Erni Almarssyni gítarleikara, Baldri Guðna Jónssyni trommuleikara, Benedikt Sveinbjarnarsyni bassaleikara og Vilhjálmi Hafberg söngvara, sá síðastnefndi var iðulega kallaður Villi söngur. Kristinn Haraldsson harmonikkuleikari lék einnig með sveitinni en það var yfirleitt framan af kvöldi áður en…

Falcon [3] (1966-71)

Í Ólafsvík var starfandi hljómsveit á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Falcon (Falkon) en hún mun hafa verið starfandi ca. á árunum 1966-71. Falcon var upphaflega stofnuð sem skólahljómsveit árið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigurður Kr. Höskuldsson gítarleikari, Birgir Bergmann Gunnarsson trommuleikari, Björn [?] og Sigurður Elinbergsson bassaleikari, einnig mun…

Fjórða prelúdían (1970)

Hljómsveitin Fjórða prelúdían starfaði á Ólafsvík 1970 og keppti um verslunamannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Engar sögur fara af henni, um líftíma eða skipan hennar.

Lexía [1] (1971-72)

Hljómsveit var starfandi í Ólafsvík 1971 og 72 undir nafninu Lexía. Upplýsingar um þessa sveit eru fremur takmarkaðar en meðlimir hennar árið 1971 voru Örn Guðmundsson gítarleikari, Sveinn Þór Elingbergsson trommuleikari, Sigurður Egilsson bassaleikari og Valur Höskuldsson söngvari. Lexía var að líkindum skammlíf sveit.

Nota bene (1988)

Hljómsveit var starfandi undir þessu nafni 1988 en hún var frá Ólafsvík og Tálknafirði. Nota bene keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar vorið 1988 og voru meðlimir hennar þá Gunnar Bergmann Traustason trommuleikari, Ágúst Leósson gítarleikari, Bergur H. Birgisson bassaleikari og Guðjón Jónsson söngvari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit.

Tabú (2004)

Hljómsveitin Tabú er frá Ólafsvík, starfandi allavega 2004 og spilaði þá á sveitaböllum. Allar upplýsingar um sveitina eru vel þegnar en önnur hljómsveit, Felix, spratt hugsanlega upp úr henni.