Diamonds (um 1960-70)

DiamondsHljómsveitin Diamonds var frá Hellissandi og starfaði á sjöunda áratug liðinnar aldar. Yfirleitt var sveitin skipuð þeim Alfreð Erni Almarssyni gítarleikara, Baldri Guðna Jónssyni trommuleikara, Benedikt Sveinbjarnarsyni bassaleikara og Vilhjálmi Hafberg söngvara, sá síðastnefndi var iðulega kallaður Villi söngur.

Kristinn Haraldsson harmonikkuleikari lék einnig með sveitinni en það var yfirleitt framan af kvöldi áður en þeir tóku að leika bítlalögin, þá kölluðu þeir sig Diamonds og Diddi Halla.

Síðar komu Ólsararnir Poul Mortensen og Hilmar Ólafsson inn fyrir Benedikt og Alfreð. Sveitin mun hafa verið kvikmyndaðir á útidansleik á sjómannadaginn 1967 og eru þær myndir enn varðveittar.