Dóminik (1976-79)

Dóminik

Dóminik

Hljómsveitin Dóminik (Dominik) lék víða á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma og var höfuðvígi þeirra í Hafnarfirðinum, svo ekki er ólíklegt að sveitin hafi verið starfrækt þar í bæ.

Elstu heimildir um sveitina er að finna frá 1976 og virðist hún hafa starfað þar til í byrjun árs 1979 að minnsta kosti.

Mannabreytingar voru einhverjar í Dóminik en meðal meðlima hennar eru nokkrir nafngreindir, þeir eru Hilmar [?], Gulli [?], Mark Brink, Sigurður Hafsteinsson, Benedikt Torfason, Albert Pálsson og Kristinn Rósantsson. Ekki liggur þó fyrir hverjir fyrrgreindra meðlima léku á sama tíma í sveitinni eða hvort fleiri hafi jafnvel komið við sögu hennar.