Dónar svo bláir (1989-90)

engin mynd tiltækDónar svo bláir var ein hljómsveit af mörgum sem pönksveitin Fræbbblarnir ól af sér, flestar innihéldu þær Valgarð Guðjónsson söngvara og Stefán Guðjónsson trommuleikara.

Meðlimir Dóna svo blárra voru auk Valgarðs og Stefáns, gítarleikarararnir Arnór Snorrason og Kristinn Steingrímsson en annar þeirra hlýtur þó að hafa leikið á bassa í þessari sveit.

Sveitin kom ekki oft fram opinberlega undir þessu nafni.

Undir lokin voru Ellert Ellertsson bassaleikari og Karl Guðbjörnsson hljómborðsleikari í sveitinni með Valgarði og Stefáni og um það leyti skiptu þeir félagar um nafn.