Dóra Sigurðsson (1892-1985)

Dóra Sigurðsson

Dóra Sigurðsson

Dóru Sigurðsson sópransöngkonu verður helst minnst fyrir að vera fyrsta söngkonan sem söng á plötu hérlendis.

Dóra (f. Dora Köcher) var reyndar þýsk, fædd 1892 (sumar heimildir segja 1893) og nam söng í Dresden þar sem hún kynntist verðandi eiginmanni sínum Haraldi Sigurðssyni píanóleikara (1892-1985) frá Kaldaðarnesi í Flóa, sem þar nam einnig. Hann varð síðan fyrsti íslenski atvinnupíanóleikarinn.

Þau bjuggu mest alla tíð í Kaupmannahöfn þar sem þau störfuðu sem tónlistarmenn og kenndu tónlist en komu hingað til Íslands reglulega til tónleikahalds. Þrátt fyrir að búa aldrei hérlendis talaði Dóra reiprennandi íslensku.

Dóra tók föðurnafn Haraldar og kallaði sig Dóru Sigurðsson er hún söng inn á nokkrar plötur á þriðja áratugnum við undirleik Haraldar. Lögin komu út á fimm 78 snúninga plötum á árunum 1926-33 en á einni þeirri söng hún ásamt Signe Liljequist.

Dóra lést 1985.

Efni á plötum