Söngfélag Ólafsvíkur (1897-1903)

Söngfélag var starfrækt í Ólafsvík í kringum aldamótin 1900 og virðist hafa verið starfandi í nokkur ár. Heimildir eru fyrir því að það hafi verið komið til sögunnar haustið 1897 en kórinn söng á skemmtun sem haldin var til styrktar sjómannaekkjum fljótlega eftir áramótin. Þá eru heimildir um að félagið hafi enn verið starfandi árið 1903.

Kirkja hafði verið sett á laggirnar í Ólafsvík árið 1893 og var stofnaður kór við hana strax fyrir kirkjuvígsluna en ekkert bendir til að um sama félagsskap sé að ræða, þó er ekki ólíklegt að sama fólk hafi að einhverju leyti verið í báðum kórunum.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélag Ólafsvíkur.