Box [2] (1990-91)

Box frá Ólafsvík

Hljómsveitin Box frá Ólafsvík starfaði í kringum 1990 og að öllum líkindum lengur því hún var endurreist 1990 og lék þá m.a. á dansleik um áramótin 1990-91.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús G. Ólafsson söngvari og gítarleikari, Geir Hörður Ágústsson trommuleikari og söngvari, Gunnlaugur Helgason bassaleikari og Ágúst Sigurlaugsson hljómborðs- og saxófónleikari.

Allar nánari upplýsingar um sveitina, einkum starfstíma hennar, er vel þegið.