Falcon [3] (1966-71)

Falcon frá Ólafsvík

Í Ólafsvík var starfandi hljómsveit á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Falcon (Falkon) en hún mun hafa verið starfandi ca. á árunum 1966-71.

Falcon var upphaflega stofnuð sem skólahljómsveit árið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigurður Kr. Höskuldsson gítarleikari, Birgir Bergmann Gunnarsson trommuleikari, Björn S. Jónsson gítarleikari og Sigurður Elinbergsson bassaleikari, einnig mun Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari hafa verið í henni á einhverjum tímapunkti.

Falcon mun hafa verið starfandi til 1971 en þá var Lúkas stofnuð upp úr henni.