Falcon [3] (1966-71)

Falcon frá Ólafsvík

Í Ólafsvík var starfandi hljómsveit á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Falcon (Falkon) en hún mun hafa verið starfandi ca. á árunum 1966-71.

Falcon var upphaflega stofnuð sem skólahljómsveit árið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigurður Kr. Höskuldsson gítarleikari, Birgir Bergmann Gunnarsson trommuleikari, Björn [?] og Sigurður Elinbergsson bassaleikari, einnig mun Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari hafa verið í henni á einhverjum tímapunkti.

Falcon mun hafa verið starfandi til 1971 en þá var Lúkas stofnuð upp úr henni.