Sigurður Höskuldsson (1951-)

Sjómaðurinn Sigurður Kr. Höskuldsson eða Siggi Hösk eins og hann er yfirleitt kallaður er líkast til þekktasti tónlistarmaður Ólafsvíkur en hann hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur og í samstarfi við aðra, sem og starfað með mörgum hljómsveitum í þorpinu – þeirra á meðal má nefna Klakabandið sem hefur starfað þar í áratugi. Sigurður Kristján…

Gull í mund (1996)

Erfitt er að finna heimildir um hljómsveit sem virðist hafa gengið undir nafninu Gull í mund, hugsanlega var ekki um starfandi hljómsveit að ræða heldur band sem sett var saman einungis til að leika lagið Þú lætur mig loga, flutt af Sigurði Höskuldssyni á safnplötunni Lagasafnið No. 5 – Anno 1996. Með Sigurði (sem syngur…

Falcon [3] (1966-71)

Í Ólafsvík var starfandi hljómsveit á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Falcon (Falkon) en hún mun hafa verið starfandi ca. á árunum 1966-71. Falcon var upphaflega stofnuð sem skólahljómsveit árið 1966 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigurður Kr. Höskuldsson gítarleikari, Birgir Bergmann Gunnarsson trommuleikari, Björn S. Jónsson gítarleikari og Sigurður Elinbergsson bassaleikari,…

Júnísvítan (1970)

Hljómsveitin Júnísvítan var starfrækt á Hellissandi í kringum 1970. Ingvi Þór Kormáksson var í henni og lék á orgel en aðrir meðlimir voru Alfreð Almarsson gítarleikari, Ingibergur Kristinsson trommuleikari, Sigurður Höskuldsson gítarleikari og Hermann Breiðfjörð bassaleikari. Sigurður Elingbergsson tók síðan við af Hermanni. Hljómsveitin Intermezzo þróaðist síðan út frá þessari sveit. Ekki liggja fyrir frekari…