Sveinsstaðasextettinn (um 1978)

Sveinsstaðasextettinn

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sveinsstaðasextettinn starfaði á Ólafsvík líklega á árunum 1977-78 eða um það leyti.

Meðlimir Sveinsstaðasextettsins voru þau Ísólfur Gylfi Pálmason, Sveinn Þór Elinbergsson [trommuleikari?], Sigurður Elinbergsson [bassaleikari?], Sigurður Kr. Höskuldsson [gítarleikari?], Ævar Guðmundsson, Örn Guðmundsson og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir söngkona en einnig mun Magnús Stefánsson hafa komið við sögu sveitarinnar.

Óskað er frekari upplýsinga um meðlimi og hljóðfæraskipan Sveinsstaðasextettsins auk nánari upplýsinga um hvenær hún starfaði.