Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Súellen – Efni á plötum

Súellen – Zom aldrig standzer [snælda] Útgefandi: Súellen Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1984 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Magnús Guðmundsson – raddir Magnús Þór Sigmundsson – raddir [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Súellen – Súellen [ep] Útgefandi: Pjesta Útgáfunúmer: PJESTA 4001 Ár: 1987 1. Símon 2. Glaskó 3. Dabbi 4. Sveppalagið Flytjendur: Tómas Tómasson –…

Svalbarði [2] (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um blúshljómsveit sem starfaði árið 2003 og lék þá á tónleikum á vegum Menningarnætur í Reykjavík. Heimild hermir að stór hluti sveitarinnar hafi komið úr Danna og Dixieland-dvergunum sem þá starfaði um svipað leyti og var skipuð fremur ungum tónlistarmönnum en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, nöfn þeirra…

Svalbarði [1] (1997-2000)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir síðustu aldamót undir nafninu Svalbarði, um var að ræða einhvers konar rokksveit. Svalbarði virðist hafa starfað að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000 en hvenær nákvæmlega liggur ekki alveg fyrir, og lék sveitin í fáein skipti opinberlega á stöðum eins og Rósenberg, Kaffileikhúsinu og Gauki á Stöng –…

Svalbarði [4] (2008)

Svalbarði var nafn á djasshljómsveit sem var skammlíf, starfandi árið 2008 og kom líkast til fram opinberlega aðeins fáeinum sinnum. Um var að ræða sjö manna sveit og voru meðlimir hennar allt kunnir tónlistarmenn, þeir Róbert Þórhallsson bassaleikari sem var líklega titlaður hljómsveitarstjóri, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari, Ólafur Hólm trommuleikari, Steinar Sigurðarson…

Svalbarði [3] (2008)

Hljómsveitin Svalbarði var starfrækt utan um samnefndan sjónvarpsþátt sem sendur var út á fyrri hluta árs 2008, frá því snemma um vorið og fram á sumarið – líklega var þar um að ræða tíu þátta röð. Sjónvarpsþátturinn Svalbarði var spjallþáttur í anda bandarískra þátta Jay Leno o.fl. en hann var í umsjá Þorsteins Guðmundssonar grínista.…

Svartamyrkur (2004)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um svartmálmsveit sem starfaði vorið 2004 undir nafninu Svartamyrkur. Svartamyrkur mun hafa spilað eitthvað opinberlega en aðrar upplýsingar er ekki að finna um sveitina og er því óskað eftir þeim, s.s. um starfstíma, meðlimi, hljóðfæraskipan og annað. Myndefni er einnig alltaf vel þegið.

Svarta síða skeggið (1998)

Unglingahljómsveit starfaði um tíma í Hafnarfirði undir nafninu Svarta síða skeggið og lék á tónleikum í bænum haustið 1998. Meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Hermann Fannar Valgarðsson og Jón Mýrdal Harðarson en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi Svarta síða skeggsins og hljóðfæraskipan.

Svarta María (1972-73)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1972 til 73 að minnsta kosti, undir nafninu Svarta María. Upplýsingar um þessa sveit eru ekki miklar, fyrir liggur að Haukur Ásgeirsson var í henni og lék að líkindum á gítar, sem og Páll Rúnar Elíson sem hugsanlega var söngvari. Einnig gæti hafa verið meðlimur í sveitinni sem kallaður var…

Svanir [2] (?)

Innan barnastúkunnar Siðsemdar (st. 1891) var um tíma starfræktur drengjakór undir nafninu Svanir. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvenær þessi kór var starfandi en stjórnandi hans var Steinunn Steinsdóttir á Sólbakka í Garði og stjórnaði hún á sama tíma stúlknakór innan stúkunnar sem gekk undir nafninu Liljurnar. Steinunn lést árið 1944 svo ljóst er að…

Svartar sálir (? / 2010-12)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Svartar sálir sem starfaði á Höfn í Hornafirði, annars vegar sem unglingahljómsveit á áttunda áratugnum (á að giska) og hins vegar í kringum 2010. Engar heimildir er að finna um Svartar sálir frá fyrra starfsskeiði hennar utan þess að meðlimir hennar eru sagðir vera Gulli [?] gítarleikari, Milli [?] gítarleikari, Fúsi…

Afmælisbörn 1. febrúar 2023

Í dag eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…